Grindavík er komið upp í Dominos-deild kvenna en þær tryggðu sér sætið með sigri á Fjölni í Dalhúsum í kvöld, 92-83.
Grindvíkingar voru sterkari í upphafi og voru fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en munurinn var svo sjö stigum yfir í hálfleik, 46-39.
Fjölnisstúlkur voru sterkar í þriðja leikhlutanum og söxuðu aðeins á forskot Grindavíkur en í síðasta leikhlutanum voru Grindvíkingar sterkari og tryggðu sætið.
Hrund Skúladóttir og Hannah Louise Cook voru stigahæstar í liði Grindavíkur með 23 stig. Hannah bætti við tólf fráköstum og Hrund ellefu. Öflugur leikur hjá þeim.
Í liði Fjölnis var það Brandi Nicole Buie sem var í sérflokki en hún skoraði 28 stig. Næst kom Erla Sif Kristinsdóttir með sautján stig.
Grindavík er því komið í Dominos-deild kvenna með því að vinna einvígið 3-0.
Grindavík í Dominos-deildina
