Körfubolti

Svona lítur úrslitakeppni NBA-deildarinnar út í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úrslitakeppnin í NBA 2019.
Úrslitakeppnin í NBA 2019. Mynd/Twitter/@nba

Lokaumferð NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram í nótt og nú er ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni þar sem sextán bestu lið NBA-deildarinnar keppast um sæti í undanúrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar.

Detroit Pistons varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppinni og gerði það í lokaumferðinni á kostnað Charlotte Hornets og Miami Heat. Það var ljóst áður hvaða átta lið yrðu með í Vesturdeildinni en röðin réðist þó ekki endanlega fyrr en í nótt.

Oklahoma City Thunder náði sem dæmi sjötta sætinu í nótt og Houston Rockets datt niður í fjórða sætið á lokasprettinum.

Úrslitakeppnin hefst síðan á laugardaginn en öll liðin sextán spila annaðhvort fyrsta leikinn sinn á laugardag eða sunnudaginn.

Fyrsti leikur úrslitakeppninnar í ár er viðureign Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets sem hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma á laugardaginn kemur.Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í úrslitakeppninni 2019:

Austudeildin - fyrsta umferð:
(1) Milwaukee Bucks - (8) Detroit Pistons
(2) Toronto Raptors - (7) Orlando Magic
(3) Philadelphia 76ers - (6) Brooklyn Nets
(4) Boston Celtics - (5) Indiana Pacers

Vesturdeildin - fyrsta umferð:
(1) Golden State Warriors - (8) Los Angeles Clippers
(2) Denver Nuggets - (7) San Antonio Spurs
(3) Portland Trail Blazers - (6) Oklahoma City Thunder
(4) Houston Rockets - (5) Utah Jazz

Hér fyrir neðan má sjá alla leikjadagskrána fyrir þessi átta fyrstu einvígi úrslitakeppninnar.
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.