Körfubolti

Durant ekki í bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Durant var duglegur að ná sér í tæknivillur í vetur.
Durant var duglegur að ná sér í tæknivillur í vetur. vísir/getty

Kevin Durant fékk sína sextándu tæknivillu á tímabilinu þegar Golden State Warriors tapaði fyrir Memphis Grizzlies, 132-117, í NBA í fyrrinótt.

Venjulega fara leikmenn í eins leiks bann þegar þeir fá sextándu tæknivilluna á tímabilinu. Eftir það fá þeir eins leiks bann fyrir hverja tæknivillu.

En þar sem leikurinn í fyrrinótt var í lokaumferð NBA-deildarinnar fer Durant ekki í bann þar sem bannið fylgir leikmönnum ekki inn í úrslitakeppnina.

Durant verður því með Golden State þegar liðið mætir Los Angeles Clippers í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni um helgina.

Durant skoraði 21 stig í leiknum í nótt. Hann var níundi stigahæsti leikmaður NBA í vetur með 26,0 stig að meðaltali í leik.

Golden State hefur orðið NBA-meistari tvisvar sinnum í röð og þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.

NBA

Tengdar fréttir

Af hverju eru þessir leikmenn að hætta í NBA?

Detroit Pistons varð í nótt sextánda og síðasta liðið sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en lið Charlotte Hornets og Miami Heat sátu eftir. Í fyrrinótt kvöddu Dirk Nowitzki og Dwyane Wade heimafólkið sitt og í nótt sögðu þeir endanlega bless við NBA-liðina og það með stæl.

Svona lítur úrslitakeppni NBA-deildarinnar út í ár

Lokaumferð NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram í nótt og nú er ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni þar sem sextán bestu lið NBA-deildarinnar keppast um sæti í undanúrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.