Fékk sex milljarða kröfu vegna bílaláns Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2019 12:08 Krafa upp á 6,1 milljarð barst Hákoni Erni í pósti. Hákoni Erni Bergmann brá nokkuð í brún þegar honum barst rúmlega sex milljarða krafa frá Arion banka fyrr í vikunni. Hákon segist hafa hringt í bankann til að spyrjast fyrir um málið. „Það kom þá í ljós að þetta var afgangur af bílaláni vegna Toyota Aygo bíla sem ég keypti í tengslum við reksturinn á Hvíta riddaranum,“ segir Hákon Örn. Hann segir að upphæðin hafi þó á engan hátt passað. „Starfsmaður bankans var þó ekkert að kveikja til að byrja með og bauð mér upp á dreifingu á endurgreiðslu á þessum sex milljörðum. Þetta var frekar fyndið,“ segir Hákon Örn og bætir við að raunveruleg skuld hljóði upp á rúmlega 200 þúsund krónur eða svo. Málið sé nú til skoðunar hjá bankanum. Hákon Örn sagði frá málinu á Facebook-síðu sinni. „Ég veit ekki hvað kom fyrir meistarann sem að orti „síðasti naglinn í kistuna“.... en ég leyfi mér að áætla það að það var hugsanlega eitthvað í líkingu við upplifunina mína í gær þegar að ég fór yfir póstinn minn,“ segir Hákon Örn á Facebook. „Ég var að hugsa hvort að einhver góðkunningi minn geti mögulega styrkt mig um amk. vextina.“Búið er að má út ákveðnar upplýsingar af seðlinum. Íslenskir bankar Tengdar fréttir 73 milljóna gjaldþrot Hvíta riddarans Ekkert fékkst upp í rúmlega 73 milljóna kröfur í þrotabú félagsins HR2015 ehf. 4. mars 2019 11:00 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Hákoni Erni Bergmann brá nokkuð í brún þegar honum barst rúmlega sex milljarða krafa frá Arion banka fyrr í vikunni. Hákon segist hafa hringt í bankann til að spyrjast fyrir um málið. „Það kom þá í ljós að þetta var afgangur af bílaláni vegna Toyota Aygo bíla sem ég keypti í tengslum við reksturinn á Hvíta riddaranum,“ segir Hákon Örn. Hann segir að upphæðin hafi þó á engan hátt passað. „Starfsmaður bankans var þó ekkert að kveikja til að byrja með og bauð mér upp á dreifingu á endurgreiðslu á þessum sex milljörðum. Þetta var frekar fyndið,“ segir Hákon Örn og bætir við að raunveruleg skuld hljóði upp á rúmlega 200 þúsund krónur eða svo. Málið sé nú til skoðunar hjá bankanum. Hákon Örn sagði frá málinu á Facebook-síðu sinni. „Ég veit ekki hvað kom fyrir meistarann sem að orti „síðasti naglinn í kistuna“.... en ég leyfi mér að áætla það að það var hugsanlega eitthvað í líkingu við upplifunina mína í gær þegar að ég fór yfir póstinn minn,“ segir Hákon Örn á Facebook. „Ég var að hugsa hvort að einhver góðkunningi minn geti mögulega styrkt mig um amk. vextina.“Búið er að má út ákveðnar upplýsingar af seðlinum.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir 73 milljóna gjaldþrot Hvíta riddarans Ekkert fékkst upp í rúmlega 73 milljóna kröfur í þrotabú félagsins HR2015 ehf. 4. mars 2019 11:00 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
73 milljóna gjaldþrot Hvíta riddarans Ekkert fékkst upp í rúmlega 73 milljóna kröfur í þrotabú félagsins HR2015 ehf. 4. mars 2019 11:00