Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. apríl 2019 06:45 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Meirihluti fyrirtækja sem hafa átt í samskiptum við stofnunina síðasta árið ber lítið traust til hennar. Fyrirtæki eru einnig fremur neikvæð í garð hennar. Fréttablaðið/Eyþór Meirihluti fyrirtækja er óánægður með það samráð sem stjórnvöld hafa við þau áður en reglum er breytt og telur samráðið vera beinlínis slæmt, samkvæmt skoðanakönnun sem Maskína hefur gert að beiðni ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um hérlenda eftirlitsmenningu. Fyrirtæki í sjávarútvegi og verslun eru sérstaklega óánægð með samráðið við stjórnvöld. Þá er meirihluti þeirra fyrirtækja sem átt hafa í samskiptum við Samkeppniseftirlitið undanfarna tólf mánuði og tóku þátt í könnuninni neikvæður í garð eftirlitsins og segist jafnframt bera lítið traust til þess. Enn fremur lýsa flest þau fyrirtæki sem hafa undanfarið átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið sig ósammála því að eftirlitsstofnanirnar veiti leiðbeiningar sem auðveldi þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Eftirlit umræddra stofnana er jafnframt að mati meirihluta fyrirtækjanna óskilvirkt.Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs ÍslandsGunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að leiðarstefið í niðurstöðum könnunarinnar sé það að stofnanir megi sinna betur leiðbeiningar- og samráðshlutverki sínu. „Fyrirtæki líta almennt svo á að stofnanirnar eigi að láta þeim í té skýrari leiðbeiningar um það hvað þau eigi að gera til þess að forðast að brjóta reglur. Og eins, þótt það hermi líka upp á löggjafann, telja fyrirtæki að það þurfi að eiga sér stað meira samtal þegar reglum er breytt,“ nefnir hann. 53 prósent fyrirtækja sem svöruðu könnun Maskínu – en alls bárust svör frá 384 fyrirtækjum og var svarhlutfall 52 prósent – töldu samráð sem haft er við þau áður en reglum er breytt vera slæmt en einungis 21 prósent svarenda sagði samráðið gott. Hvað leiðbeiningarhlutverkið varðar sögðust ríflega 70 prósent þeirra fyrirtækja sem hafa átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið síðustu tólf mánuði vera ósammála því að stofnunin veitti leiðbeiningar sem auðvelduðu þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Í tilfelli Fjármálaeftirlitsins töldu 58 prósent fyrirtækja að það skorti skýrari leiðbeiningar frá stofnuninni. Gunnar Dofri segir blasa við að rými sé til bætinga hjá fjölmörgum stofnunum þó svo að margar komi vel út úr könnuninni. „Það er sérstaklega áhyggjuefni að sumar stofnanir koma töluvert verr út en aðrar. Það gæti mögulega átt sér sínar skýringar en það skýrir þó ekki af hverju stofnanirnar eru ekki taldar sinna leiðbeiningarhlutverki sínu nægilega vel.“ Gunnar Dofri segir könnunina munu gagnast eftirlitsstofnunum vel til þess að gera sér grein fyrir því hvernig eftirlit þeirra blasi við fyrirtækjum. „Ef stofnanirnar líta svo á að hlutverk þeirra sé að taka þátt í að tryggja hagsæld hér á landi þá munu þær vonandi nýta niðurstöðurnar sem tól og tæki til þess að bæta sína starfsemi og gera eftirlit sitt betra og skilvirkara. Okkur getur greint á um hverjar reglurnar eiga að vera en það hlýtur að vera sameiginlegur skilningur okkar að þeim sé framfylgt með sem bestum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Stjórnsýsla Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Meirihluti fyrirtækja er óánægður með það samráð sem stjórnvöld hafa við þau áður en reglum er breytt og telur samráðið vera beinlínis slæmt, samkvæmt skoðanakönnun sem Maskína hefur gert að beiðni ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um hérlenda eftirlitsmenningu. Fyrirtæki í sjávarútvegi og verslun eru sérstaklega óánægð með samráðið við stjórnvöld. Þá er meirihluti þeirra fyrirtækja sem átt hafa í samskiptum við Samkeppniseftirlitið undanfarna tólf mánuði og tóku þátt í könnuninni neikvæður í garð eftirlitsins og segist jafnframt bera lítið traust til þess. Enn fremur lýsa flest þau fyrirtæki sem hafa undanfarið átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið sig ósammála því að eftirlitsstofnanirnar veiti leiðbeiningar sem auðveldi þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Eftirlit umræddra stofnana er jafnframt að mati meirihluta fyrirtækjanna óskilvirkt.Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs ÍslandsGunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að leiðarstefið í niðurstöðum könnunarinnar sé það að stofnanir megi sinna betur leiðbeiningar- og samráðshlutverki sínu. „Fyrirtæki líta almennt svo á að stofnanirnar eigi að láta þeim í té skýrari leiðbeiningar um það hvað þau eigi að gera til þess að forðast að brjóta reglur. Og eins, þótt það hermi líka upp á löggjafann, telja fyrirtæki að það þurfi að eiga sér stað meira samtal þegar reglum er breytt,“ nefnir hann. 53 prósent fyrirtækja sem svöruðu könnun Maskínu – en alls bárust svör frá 384 fyrirtækjum og var svarhlutfall 52 prósent – töldu samráð sem haft er við þau áður en reglum er breytt vera slæmt en einungis 21 prósent svarenda sagði samráðið gott. Hvað leiðbeiningarhlutverkið varðar sögðust ríflega 70 prósent þeirra fyrirtækja sem hafa átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið síðustu tólf mánuði vera ósammála því að stofnunin veitti leiðbeiningar sem auðvelduðu þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Í tilfelli Fjármálaeftirlitsins töldu 58 prósent fyrirtækja að það skorti skýrari leiðbeiningar frá stofnuninni. Gunnar Dofri segir blasa við að rými sé til bætinga hjá fjölmörgum stofnunum þó svo að margar komi vel út úr könnuninni. „Það er sérstaklega áhyggjuefni að sumar stofnanir koma töluvert verr út en aðrar. Það gæti mögulega átt sér sínar skýringar en það skýrir þó ekki af hverju stofnanirnar eru ekki taldar sinna leiðbeiningarhlutverki sínu nægilega vel.“ Gunnar Dofri segir könnunina munu gagnast eftirlitsstofnunum vel til þess að gera sér grein fyrir því hvernig eftirlit þeirra blasi við fyrirtækjum. „Ef stofnanirnar líta svo á að hlutverk þeirra sé að taka þátt í að tryggja hagsæld hér á landi þá munu þær vonandi nýta niðurstöðurnar sem tól og tæki til þess að bæta sína starfsemi og gera eftirlit sitt betra og skilvirkara. Okkur getur greint á um hverjar reglurnar eiga að vera en það hlýtur að vera sameiginlegur skilningur okkar að þeim sé framfylgt með sem bestum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Stjórnsýsla Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira