Viðskipti innlent

Sigrún ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigrún Árnadóttir hefur verið starfandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða síðan í október á síðasta ári.
Sigrún Árnadóttir hefur verið starfandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða síðan í október á síðasta ári. aðsend
Sigrún Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða, en hún hefur gegnt því starfi tímabundið frá því í október 2018. Forveri hennar í starfi, Auðun Freyr Ingvarson, sagði þá af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar við framkvæmdir á húsnæði Félagsbústaða við Írabakka 2-16 á fjögurra ára tímabili.

Í tilkynningu frá Félagsbústöðum er tekið fram að Sigrún hafi verið metin hæfust umsækjenda til að gegna stöðu framkvæmdastjóra.

Hún hafi t.a.m. verið bæjarstjóri Sandgerðisbæjar á árinum 2010 til 2018, þar sem hún er sögð hafa leitt „umbætur á fjárhags- og rekstrarstöðu bæjarins.“ Auk þess hefur Sigrún starfað sem verkefnastjóri hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra við samhæfingu og samantekt verkefna í kjölfar eldgosa á Suðurlandi.

Sigrún lauk stúdentsprófi frá MH 1982, BA gráðu í félags- og fjölmiðlafræði 1988 og síðar MA gráðu í sálfræði frá háskólanum í Pace í New York. Sigrún hefur setið þar að auki setið í stjórnum og nefndum á vegum hins opinbera og fyrir hönd félagasamtaka.

Í fyrrnefndri tilkynningu er haft eftir Sigrúnu að hún hafi ríknað metnað til að efla starfsemi Félagsbústaða. „Það þarf að skýra betur tilgang og samfélagslegt mikilvægi fyrirtækisins fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins og tryggja samráð og góð tengsl við fulltrúa eigenda þess hjá Reykjavíkurborg og við leigjendur Félagsbústaða,“ segir Sigrún. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×