Viðskipti innlent

Skiptafundur WOW air á Hilton

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skiptafundurinn fer fram í fundarsal á Suðurlandsbraut.
Skiptafundurinn fer fram í fundarsal á Suðurlandsbraut. Vísir/Hanna
Búið er að boða til skiptafundar vegna gjaldþrots flugfélagsins WOW air, sem formlega var tekið til gjaldþrotaskipta í liðinni viku. Fundur mun fara fram í fundarsal á Hilton Reykjavík Nordica þann 16. ágúst næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Allir þeir sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess eru hvattir til að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum skiptastjórum í búinu innan fjögurra mánaða.

Sjá einnig: Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi

Í Lögbirtingablaðinu segir jafnframt að kröfulýsingar skulu sendar á Svein Andra Sveinsson, sem ásamt Þorsteini Einarssyni er skiptastjóri yfir búi WOW air.

Eins og ítarlega hefur verið fjallað um á síðustu vikum og mánuðum hafði WOW átt í fjárhagslegum vanda, sem svo kristallaðist í fyrrnefndu gjaldþroti á fimmtudaginn í liðinni viku. Talið hefur verið að skuldir félagsins gætu hafa numið um 24 milljörðum króna við gjaldþrotið og að tap félagsins á síðasta rekstrarári hafi verið um 22 milljarðar króna.


Tengdar fréttir

Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi

Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×