Farþegar WOW air yngri, dvöldu skemur og eyddu minna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 11:26 Ferðamenn sjást hér lenda á Keflavíkurflugvelli með flugi WOW air í sumar. Vísir/vilhelm Samsetning WOW air ferðamanna eftir markaðssvæðum var ólík samsetningu ferðamanna Icelandair og annarra flugfélaga samkvæmt greiningu Ferðamálastofu á könnum meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd var á síðasta ári.Ferðamálastofa hefur birt lykilniðurstöður úr könnunni á vef stofnunarinnar. Ráðist var í greininguna vegna gjaldþrots WOW air til þess að fá mynd af ferðamynstri þeirra farþega sem komu með félaginu til landsins á síðasta ári. Í greiningunni kemur fram að hlutfall ferðamanna í yngri aldurshópum var hærra hjá WOW air en hjá öðrum flugfélögum, ferðamenn sem komu með WOW air dvöldu skemur en aðrir ferðamenn. Þá nýttu þeir sér íbúðagistingu á borð við AirBnb í meira mæli en aðrir ferðamenn. Auk þess voru meðalútgjöld ferðamanna WOW air lægri en ferðamanna Icelandair en álíka há og þeirra sem ferðuðust með öðrum flugfélögum. Ferðamenn sem komu til landsins með WOW air dvöldu að jafnaði sex nætur hér á landi á síðasta ári en meðaldvalarlengd ferðamanna á sama tíma var 6,3 nætur. Ferðamenn Icelandair dvöldu hér á landi í 6,4 nætur og farþegar annarra flugfélag 6,5 nætur.Mynd/Ferðamálastofa.Þá kemur fram að farþegar WOW air hafi skorið sig töluvert úr þegar kom að tegund gistingar. Um 38 prósent farþega WOW air gistu á hótelum, marktækt lægra hlutfall en hjá Icelandair-farþegum og þeim sem ferðuðust með öðrum flugfélögum, 47 prósent annars vegar og 42 prósent hins vegar. Fimmtungur ferðamanna WOW air gisti íbúðagistingu sem var marktækt hærra hlutfall en hjá ferðamönnum Icelandair (17 prósent) og annarra flugfélaga (15 prósent).Mynd/Ferðamálastofa60 prósent farþega WOW air var yngri en 34 ára en aðeins 46 prósent farþega Icelandair voru á sama aldursbili. Þegar niðurstöður eru skoðaðar eftir útgjöldum ferðamanna hér á landi og eftir því með hvaða flugfélagi var ferðast kemur í ljós að meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru lægri en Icelandair ferðamanna og þeirra sem komu með öðrum flugfélögum. Meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru 189.600 árið 2018, 222.400 að sumri og 151.700 að vetri en sömu tölur hjá Icelandair voru 233.937 árið 2018, 206.756 að sumri og 256.765 að sumri. Þá eyddu farþegar WOW air að meðaltali marktækt minna en ferðamenn Icelandair á kaffihúsum og veitingastöðum. Ekki var hins vegar marktækur munir á meðalútgjöldum ferðamanna í gistingu.Greiningu Ferðamálastofu má nálgast hér.Mynd/Ferðamálastofa. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Samsetning WOW air ferðamanna eftir markaðssvæðum var ólík samsetningu ferðamanna Icelandair og annarra flugfélaga samkvæmt greiningu Ferðamálastofu á könnum meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd var á síðasta ári.Ferðamálastofa hefur birt lykilniðurstöður úr könnunni á vef stofnunarinnar. Ráðist var í greininguna vegna gjaldþrots WOW air til þess að fá mynd af ferðamynstri þeirra farþega sem komu með félaginu til landsins á síðasta ári. Í greiningunni kemur fram að hlutfall ferðamanna í yngri aldurshópum var hærra hjá WOW air en hjá öðrum flugfélögum, ferðamenn sem komu með WOW air dvöldu skemur en aðrir ferðamenn. Þá nýttu þeir sér íbúðagistingu á borð við AirBnb í meira mæli en aðrir ferðamenn. Auk þess voru meðalútgjöld ferðamanna WOW air lægri en ferðamanna Icelandair en álíka há og þeirra sem ferðuðust með öðrum flugfélögum. Ferðamenn sem komu til landsins með WOW air dvöldu að jafnaði sex nætur hér á landi á síðasta ári en meðaldvalarlengd ferðamanna á sama tíma var 6,3 nætur. Ferðamenn Icelandair dvöldu hér á landi í 6,4 nætur og farþegar annarra flugfélag 6,5 nætur.Mynd/Ferðamálastofa.Þá kemur fram að farþegar WOW air hafi skorið sig töluvert úr þegar kom að tegund gistingar. Um 38 prósent farþega WOW air gistu á hótelum, marktækt lægra hlutfall en hjá Icelandair-farþegum og þeim sem ferðuðust með öðrum flugfélögum, 47 prósent annars vegar og 42 prósent hins vegar. Fimmtungur ferðamanna WOW air gisti íbúðagistingu sem var marktækt hærra hlutfall en hjá ferðamönnum Icelandair (17 prósent) og annarra flugfélaga (15 prósent).Mynd/Ferðamálastofa60 prósent farþega WOW air var yngri en 34 ára en aðeins 46 prósent farþega Icelandair voru á sama aldursbili. Þegar niðurstöður eru skoðaðar eftir útgjöldum ferðamanna hér á landi og eftir því með hvaða flugfélagi var ferðast kemur í ljós að meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru lægri en Icelandair ferðamanna og þeirra sem komu með öðrum flugfélögum. Meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru 189.600 árið 2018, 222.400 að sumri og 151.700 að vetri en sömu tölur hjá Icelandair voru 233.937 árið 2018, 206.756 að sumri og 256.765 að sumri. Þá eyddu farþegar WOW air að meðaltali marktækt minna en ferðamenn Icelandair á kaffihúsum og veitingastöðum. Ekki var hins vegar marktækur munir á meðalútgjöldum ferðamanna í gistingu.Greiningu Ferðamálastofu má nálgast hér.Mynd/Ferðamálastofa.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26
700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00
Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15