Körfubolti

Þetta eru leikmennirnir sem hafa mest að sanna í úrslitakeppni NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Harden hefur komist einu sinni í lokaúrslitin en það var sem leikmaður Oklahoma City Thunder fyrir sjö árum.
James Harden hefur komist einu sinni í lokaúrslitin en það var sem leikmaður Oklahoma City Thunder fyrir sjö árum. Getty/ Greg Nelson
Þetta verður óvenjuleg úrslitakeppni því í fyrsta sinn í þrettán þarf enginn að velta því fyrri sér hversu langt liðið hans LeBron James kemst.

Nú er komið að öðrum stjörnum að skína, sérstaklega í Austurdeildinni þar sem liðið hans LeBron James hefur verið í lokaúrslitunum undanfarin átta ár.

LeBron James skipti yfir í Vesturdeildina en tókst ekki að koma liði Los Angeles Lakers í úrslitakeppnina.

Golden State Warriors getur unnið NBA-titilinn þriðja árið í röð og er sigurstranglegasta liðið þrátt fyrir svolíið misjafnt gengi í vetur.

NBA-sérfræðingurinn Chris Broussard á FOX Sports hefur sýna skoðun á því hvaða leikmenn þurfa að gera eitthvað merkilegt í úrslitakeppninni í ár til að sanna tilvörurétt sinn í hópi þeirra bestu í NBA-deildinni. Hér fyrir neðan má sjá hann raða þeim upp.





Kyrie Irving er sá eini af þessum leikmaður sem hefur orðið NBA-meistari en hann vann NBA-titilinn með LeBron James árið 2016.

Hrinir eru á eftir sínum fyrsta NBA-titli. Þar á meðal eru Giannis Antetokounmpo og James Harden en það þykir líklegast að annar hvor þeirra verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins.

Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks hafa tekið risastökk á síðustu árum og ekkert þeirra stærra en í ár þar sem liðið er með besta sigurhlutfallið í allri NBA-deildinni. Milwaukee Bucks datt úr í fyrstu umferð síðustu tvö tímabil og hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 2001.

James Harden hefur spilað með Houston Rockets frá 2012 og undanfarin ár hefur liðið komist lengra í úrslitakeppninni á hverju ári. Liðið datt út í fyrstu umferð 2016, komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar 2017 og í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði í oddaleik fyrir Golden State Warriors. Næsta skref er að komast í lokaúrslitin.

Þarna eru líka Chris Paul og Russell Westbrook sem og vandræðagemlingurinn DeMarcus Cousins sem ætlar nú að reyna að hjálpa Golden State Warrios að vinna fjórða NBA-titilinn á fimm árum.

Chris Paul er á sínu tímabili í NBA en hefur aldrei komist í lokaúrslitin. Hann er nú í aðalhlutverki með James Harden hjá Houston Rockets en Harden fór á sínum tíma í úrslitin með Oklahoma City Thunder með Russell Westbrook og Kevin Durant (2012).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×