Viðskipti erlent

Stjórnar­for­maður Swed­bank segir af sér vegna peninga­þvættis­hneykslis

Kjartan Kjartansson skrifar
Karlson, starfandi forstjóri Swedbank, (t.v.) og Idermark, fráfarandi stjórnarformaður, (t.h.) á ársfundi bankans í síðustu viku.
Karlson, starfandi forstjóri Swedbank, (t.v.) og Idermark, fráfarandi stjórnarformaður, (t.h.) á ársfundi bankans í síðustu viku. Vísir/EPA
Tveir af æðstu stjórnendum sænska bankans Swedbank hafa nú stigið til hliðar á einni viku eftir að Lars Idermark, stjórnarformaður hans, sagði af sér í dag. Stjórnin rak Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í síðustu viku. Bankinn er sakaður um að átt þátt í stóru peningaþvættismáli sem skekur norræna banka.Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands auk bandarískra yfirvalda rannsaka nú Swedbank. Húsleitir hafa verið gerðar á skrifstofum bankans bæði í Svíþjóð og í Eistlandi. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar rannsakar einnig ásakanir um meinta sviksemi bankans vegna ásakana um að stjórnendur hans hafi reynt að afvegaleiða almenning um umfang peningaþvættismálsins.Swedbank og fleiri norrænir bankar með Danske bank fremstan í flokki eru sakaðir um að hafa leyft óprúttnum aðilum í fyrrum Sovétlýðveldum og flytja illa fengið fé til Vesturlanda, aðallega í gegnum útibú sín í Eystrasaltslöndunum. Talið er að hundrað milljarða dollara, jafnvirði um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, hafi flætt í gegnum Swedbank frá 2010 til 2016, að sögn Bloomberg.Idermark sagðist hafa tekið ákvörðunina um að segja af sér í ljósi mikillar umræða um hvernig Swedbank hefði fylgst með grunsamlegum peningafærslum í Eystrasaltslöndunum. Sú athygli hefð neikvæð áhrif á störf hans sem forstjóri Sodra, sambands skógareigenda.Varaformaðurinn Ulrika Francke tekur við stöðu Idermark. Ekki er þó ljóst hvort að hún muni sitja á friðarstól frekar en forveri hennar. Francke sat í stjórn bankans stóran hluta þess tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað.Anders Karlson, fjármálastjóri Swedbank, hefur tekið við af Bonnesen sem starfandi forsetjóri bankans.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,83
7
101.313
SIMINN
1,18
1
419
HAGA
0,63
1
24.100
ICEAIR
0,54
21
12.420
VIS
0,15
1
102

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,39
2
4.192
REITIR
-0,29
3
10.593
TM
-0,15
3
33.668
EIK
-0,14
2
1.096
REGINN
0
1
1.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.