Viðskipti innlent

Fjölga flug­ferðum milli Ís­lands og Ríga

Atli Ísleifsson skrifar
AirBaltic flýgur til um sjötíu staða frá höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna Ríga, Tallinn og Vilníus.
AirBaltic flýgur til um sjötíu staða frá höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna Ríga, Tallinn og Vilníus. Getty
Lettneska flugfélagið airBaltic hyggst fjölga flugferðum milli Keflavíkur og Ríga yfir sumarmánuðina. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef félagsins.

Þar segir að flogið verði þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga og hefjast ferðirnar þann 25. maí.

Nokkur flugfélög hafa brugðist við falli WOW air með því að hefja flug eða fjölga ferðum til Íslands, og má þar nefna Transavia og Wizz air.

Haft er eftir Martin Gauss, framkvæmdastjóra AirBaltic, að mikil eftirspurn sé eftir ferðum milli staðanna, en þetta verður þriðja sumarið í röð var sem airBaltic flýgur milli Íslands og Lettlands. Flugsætum mun fjölga um 29 prósent vegna aukinnar tíðni ferða, auk þess að nýjar Airbus A220-300 vélar flugfélagsins geta flutt fleiri farþega en þær vélar sem hafa verið notaðar til þessa.

Flugtíminn milli staðanna er tæpir fjórir tímar og segir að flugmiðinn aðra leið verði til að byrja með seldur á 89 evrur.

AirBaltic flýgur til um sjötíu staða frá höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna Ríga, Tallinn og Vilníus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×