Körfubolti

LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James er ekkert í Lakers-búningnum á lokaspretti deildarkeppninnar.
LeBron James er ekkert í Lakers-búningnum á lokaspretti deildarkeppninnar. Getty/Yong Teck Lim

Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann.

LeBron James yfirgaf heimstöðvarnar í Cleveland og samdi við Los Angeles Lakers. Síðan þá hefur hann verið afar duglegur að auglýsa alls konar hluti sem tengjast ekkert körfuboltanum eins og víngerð og framleiðslu á sjónvarpsþáttum.

Á sama tíma hefur lítið gengið hjá Lakers liðinu sem er fyrir löngu búið að klúðra sínum möguleika á sæti í úrslitakeppninni.

Þetta slæma gengi inn á vellinum hefur fært gagnrýnendum vopnin í gagnrýni sinni og sumir hafa ekki sparað lýsingar sínar á því hvernig forgangsröðun LeBron hefur breyst.

Einn af þessum mönnum er Colin Cowherd á Fox Sports sem hefur tekið eftir stórri breytingu á nálgun LeBron James.

Colin fjallaði um þessa breytingu í gær og hér fyrir neðan má sjá hann taka hinn „nýja“ LeBron James fyrir.Colin Cowherd gerir hér mikið úr því að í könnun meðal NBA-leikmanna í deildinni í dag þá fékk Michael Jordan yfirburðarkosningu sem besti leikmaður allra tíma í NBA-deildinni.

James er reyndar í öðru sæti en 60 prósentum á eftir Jordan og bara rétt á undan Kobe Bryant.

Að mati Colin Cowherd eru vinsældir Kobe Bryant að aukast á meðan þær eru að hrynja hjá LeBron James.

Svo má horfa á það hversu illa James gengur að fá leikmenn til að koma til sín til Los Angeles Lakers. Honum gengur meira segja illa að fá leikmenn til að leika með sér körfubolta í myndinni Space Jam 2.

Lykilatriðið er að mati Cowherd er að LeBron James var „við gæi“ en er núna „ég gæi“. Allt hjá LeBron í dag snýst um hann sjálfan og ævintýri hans í Hollywood og annars staðar utan körfuboltavallarins.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.