Viðskipti innlent

Með 6,4 prósenta hlut í Kviku banka

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Gunnar Sverrir Harðarson
Gunnar Sverrir Harðarson

Þrjú félög sem eru í eigu viðskiptafélaganna Þórarins Arnars Sævarsson og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eru meðal annars eigendur fasteignasölunnar RE/MAX á Íslandi, fara samanlagt með um 6,37 prósenta eignarhlut í Kviku banka.

Miðað við núverandi hlutabréfaverð bankans, sem hefur hækkað um rúmlega fjórðung á undanförnum sex mánuðum, er markaðsvirði hlutarins um 1.190 milljónir króna.

Viðskiptafélagarnir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Kviku síðla árs 2017, eru þannig fimmti stærsti hluthafi fjárfestingarbankans.

Eignarhlutur þeirra í bankanum er í gegnum félögin Premier eignarhaldsfélag, Loran og RPF, eins og ráða má af lista yfir stærstu hluthafa Kviku, en auk þess hefur eignarhaldið að hluta verið í gegnum framvirka samninga hjá Arion banka.

Gengi hlutabréfa Kviku stóð í 10,13 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær og hefur hækkað um 22 prósent frá áramótum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
2,75
23
450.310
REGINN
2,19
14
342.698
ICEAIR
2,1
26
150.345
HAGA
2,02
5
64.712
SKEL
1,62
5
101.370

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-0,83
5
1.252.011
ARION
-0,66
11
179.834
KVIKA
-0,48
2
4.035
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.