Viðskipti erlent

Volvo ætlar að setja skynjara í bíla til að stöðva ölvunarakstur

Kjartan Kjartansson skrifar
Volvo XC 90-bifreið í árekstursprófi.
Volvo XC 90-bifreið í árekstursprófi. Vísir/EPA

Sænski bílaframleiðandinn Volvo ætlar sér að setja upp skynjara og myndavéla í bíla sína sem eiga að geta greint hvort að ökumaðurinn sé ölvaður eða ekki með athygli við aksturinn til að bíllinn geti gripið inn í til að forða slysum. Tæknin gæti verið komin í Volvo-bíla á allra næstu árum.

Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, segir Reuters-fréttastofunni að skynjarar af þessu tagi eigi eftir að vera í boði eftir tvö ár. Fyrirtækið vinnur að þróun sjálfkeyrandi bíla en enn eru nokkur ár í að þeir verði tilbúnir. Í millitíðinni verði markaður fyrir bíla með frekari öryggisbúnað.

Verði skynjararnir þess varir að ökumaður sé ölvaður, þreyttur eða með augun á síma gætu þeir látið bílinn hægja á sér, kallað eftir aðstoð eða stöðvað bílinn alveg og lagt honum.

Volvo hefur lýst því yfir að markmið fyrirtækisins sé að koma í veg fyrir öll dauðsföll farþega í bílum þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,79
23
428.425
EIM
1,09
6
15.650
TM
0,77
2
4.573
MAREL
0,51
14
430.537
SYN
0,36
1
3.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-2,54
4
1.619.144
ICEAIR
-1,48
11
59.944
KVIKA
-1,36
10
84.287
ICESEA
-1,1
7
29.031
EIK
-1,02
1
12
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.