Formúla 1

Hamilton: Red Bull bílarnir hraðir í ár

Bragi Þórðarson skrifar
Hamilton hrósaði Red Bull liðinu hástert á blaðamannafundi í Ástralíu
Hamilton hrósaði Red Bull liðinu hástert á blaðamannafundi í Ástralíu vísir/Getty

Max Verstappen á Red Bull kom þriðji í mark í Melbourne kappakstrinum um síðustu helgi. Nú ekur Red Bull með Honda vélar og var þetta í fyrsta skiptið í rúm 10 ár sem að japanski vélarframleiðandinn endar á verðlaunapalli í Formúlu 1.

„Ég er viss um að Red Bull Honda verði í slagnum um fyrsta sæti bílasmiða við okkur og Ferrari,“ sagði Mercedes ökumaðurinn, Lewis Hamilton eftir keppnina.
„Red Bull bílarnir virðast hafa gjörbreyst, nú loksins hafa þeir mikinn endahraða á beinu köflunum,“ bætti Hamilton við.

Verstappen tók fram úr Ferrari bíl Sebastian Vettel á leið sinni til þriðja sætis. Ferrari bílarnir hafa þau alltaf verið hraðir á beinu köflunum í Melbourne.

Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, er sáttur með getu bíla liðsins í ár en heldur þó væntingum niðri. „Það er of snemmt að byrja að tala um titla, en Honda vélin virðist góð. Að taka fram úr Ferrari og geta keppt við Mercedes er frábært’,“ sagði Horner í Ástralíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.