Formúla 1

Schumacher tekur þátt í prófunum með Ferrari

Bragi Þórðarson skrifar
Mick er nú í ökuþóra akademíu Ferrari
Mick er nú í ökuþóra akademíu Ferrari Getty

Heimildir Autosport tímaritsins herma að Mick Schumacher, sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael, muni í fyrsta skiptið taka þátt í prófunum fyrir Formúlu 1 um næstu helgi.

Mick mun keppa sína fyrstu keppni í Formúlu 2 á Barein brautinni um helgina en fyrir hana mun Þjóðverjinn bæði prófa Ferrari SF90 bílinn sem og bíl Alfa Romeo.

Schumacher hefur aldrei ekið nýjum Formúlu 1 bíl en hinn tvítugi Mick keyrði þó gamlan Benetton bíl á Spa brautinni í fyrra. Bíllinn var sá sem faðir hans vann meistaratitilinn á árið 1994.

Þjóðverjinn komst inn í Ferrari akademíuna í vetur eftir frábært gengi í Formúlu 3 á síðastliðnu ári. En eins og flestir vita vann faðir hans, Michael, fimm af sínum sjö titlum með ítalska liðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.