Hommar og kellingar Skúli Ólafsson skrifar 26. mars 2019 15:45 Nú á dögunum upphófst nokkur umræða vegna orða fréttakonunnar Eddu Sifjar Pálsdóttur þess efnis að helgarfrí væru „bara fyrir homma og kellingar“. Ekki er að undra að marga hafi rekið í rogastans við þessa yfirlýsingu því hún er ekki alveg í takt við tíðarandann. Einhvern tímann þótti fyndið að taka svona til orða en það á, held ég, ekki við lengur. Menningin hefur breyst og þær breytingar hafa ekki komið fyrirhafnarlaust. Ég held einmitt að hommar og kellingar séu dæmi um fólk sem hefur barist hefur af hörku fyrir réttindum sínum og um leið bættu samfélagi. Til skamms tíma þurfti margur að fara í felur með kynhneigð sína og sjálfsvíg meðal samkynheigðra voru tíðari en tárum taki. Hugrakkt fólk úr þeirra röðum þurfti að takast á við forpokun og illsku sem gegnsýrði samfélag okkar. Það hefur uppskorið ríkulega fyrir þrautseigju sína og elju. Ef ég skil orðið „kelling“ rétt, þá er það sá helmingur þjóðarinnar sem hefur jafnt og þétt risið upp og bætt kjör sín og stöðu á undanförnum áratugum. Konur eru nú í meirihluta í háskólasamfélaginu og breytingar í jafnræðisátt eru örar þegar litið er til stjórnsýslu og viðskiptalífs. Þá er #metoo vakningin ótalin. Hún er lýsandi dæmi um baráttu kvenna og harðfylgi. Það hefði svo sem ekki verið ástæða til að teygja meira á umræðunni um téð orð Eddu Sifjar, hún ætti að hafa runnið sitt skeið. Þó má fullyrða að orðalag sem þetta, sé hluti af því sem undirokaðir hópar hafa þurft að berjast gegn. Það má svo alveg vekja athygli á því að þetta er ekki besta dæmið um fólkið sem tekur sér helgarfrí! Það mætti þvert á móti halda að hommar og kellingar hafi ekki unnað sér hvíldar, allt frá þeim árum þegar það þótti sniðugt að tala með niðrandi hætti um þessa hópa. Blessunarlega eru þeir tímar liðnir, þökk sé þrotlausri vinnu þeirra.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Edda Sif veldur uppnámi með glannalegum ummælum Segir helgarfrí bara fyrir homma og kerlingar. 23. mars 2019 16:44 Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum upphófst nokkur umræða vegna orða fréttakonunnar Eddu Sifjar Pálsdóttur þess efnis að helgarfrí væru „bara fyrir homma og kellingar“. Ekki er að undra að marga hafi rekið í rogastans við þessa yfirlýsingu því hún er ekki alveg í takt við tíðarandann. Einhvern tímann þótti fyndið að taka svona til orða en það á, held ég, ekki við lengur. Menningin hefur breyst og þær breytingar hafa ekki komið fyrirhafnarlaust. Ég held einmitt að hommar og kellingar séu dæmi um fólk sem hefur barist hefur af hörku fyrir réttindum sínum og um leið bættu samfélagi. Til skamms tíma þurfti margur að fara í felur með kynhneigð sína og sjálfsvíg meðal samkynheigðra voru tíðari en tárum taki. Hugrakkt fólk úr þeirra röðum þurfti að takast á við forpokun og illsku sem gegnsýrði samfélag okkar. Það hefur uppskorið ríkulega fyrir þrautseigju sína og elju. Ef ég skil orðið „kelling“ rétt, þá er það sá helmingur þjóðarinnar sem hefur jafnt og þétt risið upp og bætt kjör sín og stöðu á undanförnum áratugum. Konur eru nú í meirihluta í háskólasamfélaginu og breytingar í jafnræðisátt eru örar þegar litið er til stjórnsýslu og viðskiptalífs. Þá er #metoo vakningin ótalin. Hún er lýsandi dæmi um baráttu kvenna og harðfylgi. Það hefði svo sem ekki verið ástæða til að teygja meira á umræðunni um téð orð Eddu Sifjar, hún ætti að hafa runnið sitt skeið. Þó má fullyrða að orðalag sem þetta, sé hluti af því sem undirokaðir hópar hafa þurft að berjast gegn. Það má svo alveg vekja athygli á því að þetta er ekki besta dæmið um fólkið sem tekur sér helgarfrí! Það mætti þvert á móti halda að hommar og kellingar hafi ekki unnað sér hvíldar, allt frá þeim árum þegar það þótti sniðugt að tala með niðrandi hætti um þessa hópa. Blessunarlega eru þeir tímar liðnir, þökk sé þrotlausri vinnu þeirra.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Edda Sif veldur uppnámi með glannalegum ummælum Segir helgarfrí bara fyrir homma og kerlingar. 23. mars 2019 16:44
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun