Körfubolti

Bledsoe stal senunni í uppgjöri Giannis og Harden

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eric Bledsoe var maðurinn í nótt.
Eric Bledsoe var maðurinn í nótt. vísir/getty
Gríðarleg spenna ríkti fyrir viðureign Milwaukee Bucks og Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þar mættust leikmennirnir tveir sem búist er við að muni slást um nafnbótina verðmætasti leikmaður deildarinnar; Giannis Antetokounmpo og James Harden.

Bucks-liðið hafði betur, 108-94, og er áfram með besta árangurinn í deildinni eða 56 sigra og 19 tapleiki og trónir á toppnum í vestrinu en það var Eric Bledsoe sem stal senunni í uppgjöri bestu leikmanna deildarinnar.

Bledsoe skoraði 23 stig fyrir heimamenn, þar af 16 stig í þriðja leikhluta þar sem að Milwaukee lagði grunninn að sigrinum, auk þess sem að hann varðist frábærlega gegn Harden sem að skoraði aðeins 23 stig í leiknum.

Harden hitti aðeins úr níu af 26 skotum sínum í leiknum, þar af aðeins einu þriggja stiga skoti úr níu tilraunum með Bledsoe ofan í sér allan leikinn.

Rockets er sem stendur í fjórða sæti vesturdeildarinnar með 47 sigra og 28 tapleiki, tveimur sigrum á undan LA Clippers en Denver Nuggets jafnaði við Golden State á toppnum með sigri á Pistons í nótt.

Úrslit næturinnar:

San Antonio Spurs - Charlotte Hornets 125-116

Cleveland Cavaliers - Boston Celtics 106-116

Miami Heat - Orlando Magic 99-104

Toronto Raptors - Chicago Bulls 112-103

Milwaukee Bucks - Houston Rockets 108-94

Minnesota Timberwolves - LA Clippers 111-122

New Orleans Pelicans - Atlanta Hawks 120-130

Dallas Mavericks - Sacramento Kings 121-125

Denver Nuggets - Detroit Pistons 95-92

LA Lakers - Washington Wizards 124-106

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×