Körfubolti

Tæp 30 ár síðan Jordan átti ótrúlegan leik og skoraði 69 stig | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jordan í leik gegn Cleveland.
Jordan í leik gegn Cleveland. vísir/getty
Í dag eru nákvæmlega 29 ár frá stigahæsta leik á ferli besta körfuknattleiksmanns allra tíma, Michael Jordan.

Jordan skoraði þá 69 stig í framlengdum sigri á Cleveland Cavaliers. Hann setti niður 23 af 37 skotum sínum utan af velli. Hann fór 23 sinnum á vítalínunni og skoraði úr 21 skoti þaðan.





Þetta var í fjórða sinn á ferlinum sem Jordan rauf 60 stiga múrinn og þarna var hann ansi nálægt því að fara yfir 70 stigin.

„Það fór bara allt ofan í hjá mér,“ sagði Jordan en hann var líka frákastahæstur á vellinum með 18 fráköst. Þess utan var hann með sex stoðsendingar og stal fjórum boltum. Þokkalegasti leikur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×