Viðskipti innlent

Uppsagnir og launalækkanir hjá Pipar

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA.
Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA. Vísir
Auglýsingastofan Pipar/TBWA sagði fimm starfsmönnum upp í dag og þá tóku starfsmenn á sig tíu prósenta launalækkun næstu sex mánuðina.

Framkvæmdastjórinn segir eðlilegt að auglýsingastofur finni fyrstar fyrir efnahagsþrengingum í samfélaginu og starfsmenn hafi skilning á hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins.

„Það er samdráttur í þjóðfélaginu og auglýsingastofur finna fyrir því yfirleitt fyrst,“ segir Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

„Þetta er því ekki óeðlilegt. Við höfum fundið fyrir þessu áður. Stofan minnkar á samdráttartímum og stækkar aftur þegar efnahagsástandið batnar. Það er eðlilegasti hlutur í heimi.“

Hann segir fólk hafa hætt hjá fyrirtækinu undanfarna mánuði og fyrirtækið hafi einnig ráðið aðra inn. Það sé liður í breytingum í áherslum fyrirtækisins sem hefur leitast eftir að ráða fólk til að sinna stafrænni markaðssetningu á sama tíma og fólk hefur farið út sem hefur unnið í hefðbundnum auglýsingum. Tveir munu til að mynda taka til starfa hjá fyrirtækinu í apríl.

Á sjötta tug starfa hjá fyrirtækinu en starfsmenn samþykktu í dag að taka tíu prósenta launalækkun næstu sex mánuðina.

„Flestir tóku mjög vel í það, fólk hefur skilning á þessu. Þeir sem hafa verið í bransanum lengi hafa upplifað ýmislegt og hafa allir skilning á því hvernig þjóðfélagið er í dag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×