Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2019 21:32 Það snjóaði á þotu WOW air á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/Vilhelm Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. „Við fengum fyrstu innsýn í dag. Það þarf að fara betur í mál og kynningar og fleira. Það er innköllun sem þarf að fara út, uppsagnir og fara yfir alla samninga hjá félaginu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson annar skiptastjóri þrotabúsins meðal annars um það verk sem bíður hans og Þorsteins Einarssonar. Þeir voru skipaðir skiptastjórar þrotabúsins í dag. Þeir funduðu með starfsmönnum WOW air í dag í höfuðstöðvum félagsins á löngum fundi þar sem byrjað var að fara yfir það sem þarf að gera. „Við höfum þarna ágætis aðgang að lykilstarfsfólki sem er að aðstoða okkur og okkar verkefni er fyrst og fremst að vera fulltrúar kröfuhafa og reyna að „likvídera“ eins og hægt er eignir félagsins og koma í verð,“ segir Sveinn Andri. Aðspurður hvort að þetta sé umfangsmesta verkefni sem Sveinn Andri hefur fengið í hendurnar sem skiptastjóri segir hann að það sé ekki ólíklegt. Um alþjóðlegt fyrirtæki sé að ræða í sérhæfðum geira þar sem ríki mikið regluverk. Því sé gott að hafa fengið góðan aðgang að stjórnendum fyrirtækisins sem þekki starfsemina inn og út.Sveinn Andri Sveinssonvísir/vilhelmLíklegt að frestur til að lýsa kröfum verði lengri en venjulega Sveinn Andri telur líklegt að innköllunarfrestur, sá frestur sem kröfuhafar hafi til þess að lýsa kröfum í búið verði lengri en hinir hefðbundnu tveir mánuðir frá birtingu innköllunar í Lögbirtingablaðinu. „Þegar um er að ræða fyrirtæki sem er í alþjóðlegri starfsemi þá er gjarnan hafður sá háttur á að hafa þennan frest lengri vegna hinna erlendu kröfuhafa en að sjálfsögðu er þess gætt að hafa samband við þekkta erlenda kröfuhafa sem ekki er hægt að ætlast til að lesi Lögbirtingablaðið,“ segir Sveinn Andri. Meðal þeirra sem þurfa að lýsa kröfum í þrotabúið eru starfsmenn félagsins, um og yfir þúsund talsins, vilji þeir á annað borð gera kröfu um að fá greidd þau laun sem þeir eiga inni. „Flestir starfsmenn félagsins eru í verkalýðsfélögum sem eru þeim innan handar við að lýsa kröfum í bú. Launakröfur flestra eru þá forgangskröfur og svo reynir á hvað er mikið til í búinu fyrir forgangskröfum en lög gera ráð fyrir að upp að ákveðnu marki geti fólk fengið greitt úr Ábyrgðarsjóði launa,“ segir Sveinn Andri. Hann segir að þeim Þorsteini hafi verið vel tekið af starfsmönnum WOW air en ljóst er að margir þeirra hafi verið í áfalli yfir tíðindum dagsins. „Maður sá alveg að þarna var fólk í sjokki. Fólk var vonsvikið og maður sá það að það var gríðarleg þreyta í mannskapnum. Fólk hefur vakið þarna sólarhringum saman.“ Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. „Við fengum fyrstu innsýn í dag. Það þarf að fara betur í mál og kynningar og fleira. Það er innköllun sem þarf að fara út, uppsagnir og fara yfir alla samninga hjá félaginu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson annar skiptastjóri þrotabúsins meðal annars um það verk sem bíður hans og Þorsteins Einarssonar. Þeir voru skipaðir skiptastjórar þrotabúsins í dag. Þeir funduðu með starfsmönnum WOW air í dag í höfuðstöðvum félagsins á löngum fundi þar sem byrjað var að fara yfir það sem þarf að gera. „Við höfum þarna ágætis aðgang að lykilstarfsfólki sem er að aðstoða okkur og okkar verkefni er fyrst og fremst að vera fulltrúar kröfuhafa og reyna að „likvídera“ eins og hægt er eignir félagsins og koma í verð,“ segir Sveinn Andri. Aðspurður hvort að þetta sé umfangsmesta verkefni sem Sveinn Andri hefur fengið í hendurnar sem skiptastjóri segir hann að það sé ekki ólíklegt. Um alþjóðlegt fyrirtæki sé að ræða í sérhæfðum geira þar sem ríki mikið regluverk. Því sé gott að hafa fengið góðan aðgang að stjórnendum fyrirtækisins sem þekki starfsemina inn og út.Sveinn Andri Sveinssonvísir/vilhelmLíklegt að frestur til að lýsa kröfum verði lengri en venjulega Sveinn Andri telur líklegt að innköllunarfrestur, sá frestur sem kröfuhafar hafi til þess að lýsa kröfum í búið verði lengri en hinir hefðbundnu tveir mánuðir frá birtingu innköllunar í Lögbirtingablaðinu. „Þegar um er að ræða fyrirtæki sem er í alþjóðlegri starfsemi þá er gjarnan hafður sá háttur á að hafa þennan frest lengri vegna hinna erlendu kröfuhafa en að sjálfsögðu er þess gætt að hafa samband við þekkta erlenda kröfuhafa sem ekki er hægt að ætlast til að lesi Lögbirtingablaðið,“ segir Sveinn Andri. Meðal þeirra sem þurfa að lýsa kröfum í þrotabúið eru starfsmenn félagsins, um og yfir þúsund talsins, vilji þeir á annað borð gera kröfu um að fá greidd þau laun sem þeir eiga inni. „Flestir starfsmenn félagsins eru í verkalýðsfélögum sem eru þeim innan handar við að lýsa kröfum í bú. Launakröfur flestra eru þá forgangskröfur og svo reynir á hvað er mikið til í búinu fyrir forgangskröfum en lög gera ráð fyrir að upp að ákveðnu marki geti fólk fengið greitt úr Ábyrgðarsjóði launa,“ segir Sveinn Andri. Hann segir að þeim Þorsteini hafi verið vel tekið af starfsmönnum WOW air en ljóst er að margir þeirra hafi verið í áfalli yfir tíðindum dagsins. „Maður sá alveg að þarna var fólk í sjokki. Fólk var vonsvikið og maður sá það að það var gríðarleg þreyta í mannskapnum. Fólk hefur vakið þarna sólarhringum saman.“
Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22
Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31