Körfubolti

Níundi sigur Houston í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kemba Walker sækir að körfu Houston.
Kemba Walker sækir að körfu Houston. Vísir/Getty

Houston vann í nótt sinn níunda sigur í röð í NBA-deildinni er liðið hafði betur gegn Charlotte, 118-106, á heimavelli.

James Harden var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Houston en hann var með 28 stig. Eric Gordon kom næstur með 22 en hann setti niður fimm þrista í leiknum.

Kemba Walker átti stórleik fyrir Charlotte en það dugði ekki til. Hann var með 40 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar.

LA Clippers vann Boston, 140-115, á heimavelli. Lou Williams skoraði 34 stig og varð með því stigahæsti varamaður sögunnar í NBA-deildinni. Gamla metið átti Dell Curry sem skoraði 11.147 stig sem varamaður á sínum ferli.

Terry Rozier skoraið 26 stig fyrri Boston en liðið hafði þar til í nótt unnið þrjá leiki í röð.Cleveland vann góðan sigur á sterku liði Toronto, 126-101. Collin Sexton skoraði 28 stig fyrir Cleveland og Kawhi Leonard 25 fyrir Toronto.

Serge Ibaka, leikmaður Toronto, og Marquese Chriss hjá Cleveland, voru reknir af velli í þriðja leikhluta fyrir slagsmál.Úrslit næturinnar:
Cleveland - Toronto 126-101
Washington - Sacramento 121-115
Brooklyn - Detroit 103-75
Houston - Charlotte 118-106
Utah - Oklahoma City 89-98
LA Clippers - Boston 114-115

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.