Körfubolti

Ástandið orðið erfitt andlega fyrir LeBron sem tapaði enn einum leiknum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron James er ekki vanur því að hvíla.
LeBron James er ekki vanur því að hvíla. vísir/getty
LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu í nótt fyrir Toronto Raptors á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta, 111-98, en Lakers-liðið er nú búið að tapa átta af síðustu tíu leikjum sínum.

Það var ljóst fyrir nokkrum vikum síðan að Lakers færi ekki í úrslitakeppnina og því var ákveðið, í samráði við einkaþjálfara LeBron, að hann myndi ekki spila meira en 32 mínútur í leik og hvíla þegar að spilaðir væru tveir leiki á tveimur dögum.

LeBron spilaði 32 mínútur í nótt og skoraði 29 stig en hann er nú búinn að spila 32 mínútur eða færri í síðustu fjórum leikjum. Þetta er eitthvað sem hann er óvanur og því er þetta farið að taka á.

„Þetta er erfitt fyrir mig andlega því ég er svo vanur því að vera út á gólfinu, sérstaklega þegar að ég er heill heilsu eins og núna. Þetta er bara st efnan sem þeir vildu taka þar sem okkur hefur gengið svo illa á tímabilinu,“ sagði svekktur LeBron James eftir tapið í nótt.

Lakers-liðið er í ellefta sæti vesturdeildarinnar með 31 sigurleik og 37 tapleiki en það er átta sigrum frá áttunda sætinu þegar að styttist í annan endann á deildarkeppninni.

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers - OKC Thunder 108-106

Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 120-91

Boston Celtics - Sacramento Kings 126-120

Toronto Raptors - LA Lakers 111-98

Utah Jazz - Minnesota Timberwoves 120-100

Denver Nuggets - Dallas Mavericks 100-99

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×