Viðskipti innlent

Sandra Hlíf til Íslenska byggingavettvangsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sandra Hlíf Ocares hefur komið víða við.
Sandra Hlíf Ocares hefur komið víða við.
Sandra Hlíf Ocares hefur verið ráðin verkefnastjóri Íslenska byggingavettvangsins. Um er að ræða samstarfsvettvang Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Framkvæmdasýslu ríkisins.

Í færslu á vef Samtaka iðnaðarins segir að vettvangnum sé ætlað að „efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans.“

Þar er einnig drepið á ferli Söndru en þar segir meðal annars að hún sé með BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og ML-gráðu frá sama skóla.

Sandra hefur auk þess starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi, sem yfirlögfræðingur Plain Vanilla, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Alterna og þá hefur hún jafnframt verið sjálfstætt starfandi lögfræðingur.

Sandra hefur að sama skapi gegnt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum. Hún var til að mynda kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins fyr­ir síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, hún var varaformaður stjórnar ÍV sjóða, í stjórn Icelandic Gaming Industry og er nú formaður tilnefningarnefndar VÍS auk þess sem hún situr í barnaverndarnefnd Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×