Körfubolti

Martin og félagar tóku forystuna í undanúrslitaeinvíginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leik með Alba.
Martin í leik með Alba. vísir/getty
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir 1-0 yfir gegn Morabanc Andorra í undanúrslitum Eurocup eftir sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld, 102-97.

Hittni Berlínarliðsins var góð í fyrri hálfeik. Þeir leiddu með átta stigum eftir fyrsta leikhlutann og voru svo 59-43 er liðin gengu til búningsherbergja.

Þrátt fyrir áhlaup gestanna í síðari hálfleik þá náðu heimamenn að verja forystuna fyrir framan níu þúsund áhorfendur í Mercedes-Benz höllinni. Martin átti góða spretti undir lokin og er Berlínarliðið því komið í 1-0 í einvíginu.







Martin gerði tíu stig en bætti við sjö stoðsendingum og var næst stoðsendingarhæstur í liði Alba. Hann tók einnig eitt frákast.

KR-ingurinn verður í eldlínunni í Andorra á föstudagskvöldið, sama kvöld og íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar í sama landi, en þar getur Alba tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×