Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2019 15:30 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrðir að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air sé stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Indigo og WOW höfðu gefið sér frest til 28. febrúar síðastliðinn til að ganga frá skilyrðum fjárfestingarinnar. Það tókst þó ekki og var greint frá því um fimm klukkustundum áður en fresturinn rann út að ákveðið hefði verið að framlengja viðræðurnar. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim fyrir 29. mars næstkomandi.Fyrst var greint frá umleitunum Indigo Partners þann 29. nóvember og munu viðræður félaganna því hafa staðið yfir í um fjóra mánuði þegar yfirstandandi framlengingin rennur út í lok mánaðar. Fyrri yfirlýsingar frá WOW bera með sér að fjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 9,3 milljörðum króna og að bandaríski sjóðurinn muni í upphafi eignast 49 prósenta hlut í WOW. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að Indigo muni eignast meira í flugfélaginu þegar fram líða stundir. Breska viðskiptablaðið City A.M. greinir hins vegar frá því í dag að það sé ekki síst hlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW Air, eftir fjárfestinguna sem virðist standa í bandarískum viðsemjendum hans. Heimildarmaður blaðsins, sem sagður er vera úr fluggeiranum, fullyrðir að Skúli sé að fara fram á stærri hlut í félaginu en Indigo getur fallist á.Samningsstaða hans sé þó ekki ýkja sterk, í ljósi þess að WOW „er gjaldþrota. Það er algjörlega verðlaust. Það að einhver stígi fram og segi: Við munum setja 75 milljón dali í félagið á næstu 10 árum, það er ekkert sérstaklega há upphæð í flugbransanum,“ er haft eftir heimildarmanninum á vef City A.M. Forsvarsmenn Indigo nýti sér þessa slæmu stöðu flugfélagsins til að fá Skúla til að slá af kröfum sínum. „Þeir segja: Ef þú vilt að við björgum flugfélaginu þá verður þú að minnka hlut þinn niður í fjögur eða fimm prósent. Ef þú gengur ekki að þessum skilyrðum þá munum við láta þig fara á hausinn.“ Fréttaflutningur helgarinnar virðist jafnframt benda til að þungur róður sé í viðræðum WOW og Indigo. Það hafi orðið til þess að Skúli hafi leitað á náðir Icelandair og spurt hvort flugfélagið gæti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu, en eins og kunnugt er féll Icelandair frá kaupum á WOW í lok nóvember í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, vildi þó ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi á föstudagskvöld.Hvað sem því líður þá heldur gengi hlutabréfa Icelandair áfram að hækka. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 5,5 prósent, alls 6,4 prósent síðastliðna viku. Forstöðumaður greiningardeildar Capacent sagði í samtali við Vísi á föstudag að þegar litið sé til gengisstyrkingar Icelandair virðist hlutabréfamarkaðurinn líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12 Icelandair heldur áfram að hækka Hækkunin var sú mesta í viðskiptum dagsins. 1. mars 2019 19:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrðir að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air sé stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Indigo og WOW höfðu gefið sér frest til 28. febrúar síðastliðinn til að ganga frá skilyrðum fjárfestingarinnar. Það tókst þó ekki og var greint frá því um fimm klukkustundum áður en fresturinn rann út að ákveðið hefði verið að framlengja viðræðurnar. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim fyrir 29. mars næstkomandi.Fyrst var greint frá umleitunum Indigo Partners þann 29. nóvember og munu viðræður félaganna því hafa staðið yfir í um fjóra mánuði þegar yfirstandandi framlengingin rennur út í lok mánaðar. Fyrri yfirlýsingar frá WOW bera með sér að fjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 9,3 milljörðum króna og að bandaríski sjóðurinn muni í upphafi eignast 49 prósenta hlut í WOW. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að Indigo muni eignast meira í flugfélaginu þegar fram líða stundir. Breska viðskiptablaðið City A.M. greinir hins vegar frá því í dag að það sé ekki síst hlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW Air, eftir fjárfestinguna sem virðist standa í bandarískum viðsemjendum hans. Heimildarmaður blaðsins, sem sagður er vera úr fluggeiranum, fullyrðir að Skúli sé að fara fram á stærri hlut í félaginu en Indigo getur fallist á.Samningsstaða hans sé þó ekki ýkja sterk, í ljósi þess að WOW „er gjaldþrota. Það er algjörlega verðlaust. Það að einhver stígi fram og segi: Við munum setja 75 milljón dali í félagið á næstu 10 árum, það er ekkert sérstaklega há upphæð í flugbransanum,“ er haft eftir heimildarmanninum á vef City A.M. Forsvarsmenn Indigo nýti sér þessa slæmu stöðu flugfélagsins til að fá Skúla til að slá af kröfum sínum. „Þeir segja: Ef þú vilt að við björgum flugfélaginu þá verður þú að minnka hlut þinn niður í fjögur eða fimm prósent. Ef þú gengur ekki að þessum skilyrðum þá munum við láta þig fara á hausinn.“ Fréttaflutningur helgarinnar virðist jafnframt benda til að þungur róður sé í viðræðum WOW og Indigo. Það hafi orðið til þess að Skúli hafi leitað á náðir Icelandair og spurt hvort flugfélagið gæti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu, en eins og kunnugt er féll Icelandair frá kaupum á WOW í lok nóvember í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, vildi þó ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi á föstudagskvöld.Hvað sem því líður þá heldur gengi hlutabréfa Icelandair áfram að hækka. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 5,5 prósent, alls 6,4 prósent síðastliðna viku. Forstöðumaður greiningardeildar Capacent sagði í samtali við Vísi á föstudag að þegar litið sé til gengisstyrkingar Icelandair virðist hlutabréfamarkaðurinn líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12 Icelandair heldur áfram að hækka Hækkunin var sú mesta í viðskiptum dagsins. 1. mars 2019 19:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
„Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12
Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent