Lyft hefur ekki enn skilað hagnaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 09:00 Lyft stefnir á hlutabréfamarkað í ár. Nordicphotos/Getty Stjórnendur Lyft, sem stefnir á hlutabréfamarkað á árinu, upplýstu fyrir helgi að bandarísku leigubílaþjónustunni hefði enn ekki tekist að skila hagnaði. Í lýsingu sem birt var á vef verðbréfaeftirlitsins þar í landi á föstudag, í tilefni af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Lyft, birtust í fyrsta sinn opinberlega nákvæmar fjárhagsupplýsingar um félagið. Talið er að leigubílaþjónustan, sem er einn helsti keppinautur Uber, geti verið metin á bilinu 20 til 25 milljarða dala í útboðinu en stefnt er að skráningu félagsins á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York í vor. Í lýsingunni kemur fram að tekjur Lyft hafi numið 2,2 milljörðum dala, sem jafngildir 263 milljörðum króna, á síðasta ári en tap félagsins var ríflega 911 milljónir dala, jafnvirði 109 milljarða króna. Til samanburðar námu tekjur Lyft 343 milljónum dala árið 2016 og 1,1 milljarði dala árið 2017. Tap leigubílaþjónustunnar var 683 milljónir dala árið 2016 og 688 milljónir dala ári síðar, eftir því sem tekið er fram í lýsingunni. Fram kemur í frétt Reuters að stjórnendur og ráðgjafar Lyft muni hefja fundaröð með fjárfestum 18. mars næstkomandi. Félagið, sem var stofnað af þeim John Zimmer og Logan Green fyrir sjö árum, er um þessar mundir metið á um 15 milljarða dala. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stjórnendur Lyft, sem stefnir á hlutabréfamarkað á árinu, upplýstu fyrir helgi að bandarísku leigubílaþjónustunni hefði enn ekki tekist að skila hagnaði. Í lýsingu sem birt var á vef verðbréfaeftirlitsins þar í landi á föstudag, í tilefni af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Lyft, birtust í fyrsta sinn opinberlega nákvæmar fjárhagsupplýsingar um félagið. Talið er að leigubílaþjónustan, sem er einn helsti keppinautur Uber, geti verið metin á bilinu 20 til 25 milljarða dala í útboðinu en stefnt er að skráningu félagsins á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York í vor. Í lýsingunni kemur fram að tekjur Lyft hafi numið 2,2 milljörðum dala, sem jafngildir 263 milljörðum króna, á síðasta ári en tap félagsins var ríflega 911 milljónir dala, jafnvirði 109 milljarða króna. Til samanburðar námu tekjur Lyft 343 milljónum dala árið 2016 og 1,1 milljarði dala árið 2017. Tap leigubílaþjónustunnar var 683 milljónir dala árið 2016 og 688 milljónir dala ári síðar, eftir því sem tekið er fram í lýsingunni. Fram kemur í frétt Reuters að stjórnendur og ráðgjafar Lyft muni hefja fundaröð með fjárfestum 18. mars næstkomandi. Félagið, sem var stofnað af þeim John Zimmer og Logan Green fyrir sjö árum, er um þessar mundir metið á um 15 milljarða dala.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira