Lyft hefur ekki enn skilað hagnaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 09:00 Lyft stefnir á hlutabréfamarkað í ár. Nordicphotos/Getty Stjórnendur Lyft, sem stefnir á hlutabréfamarkað á árinu, upplýstu fyrir helgi að bandarísku leigubílaþjónustunni hefði enn ekki tekist að skila hagnaði. Í lýsingu sem birt var á vef verðbréfaeftirlitsins þar í landi á föstudag, í tilefni af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Lyft, birtust í fyrsta sinn opinberlega nákvæmar fjárhagsupplýsingar um félagið. Talið er að leigubílaþjónustan, sem er einn helsti keppinautur Uber, geti verið metin á bilinu 20 til 25 milljarða dala í útboðinu en stefnt er að skráningu félagsins á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York í vor. Í lýsingunni kemur fram að tekjur Lyft hafi numið 2,2 milljörðum dala, sem jafngildir 263 milljörðum króna, á síðasta ári en tap félagsins var ríflega 911 milljónir dala, jafnvirði 109 milljarða króna. Til samanburðar námu tekjur Lyft 343 milljónum dala árið 2016 og 1,1 milljarði dala árið 2017. Tap leigubílaþjónustunnar var 683 milljónir dala árið 2016 og 688 milljónir dala ári síðar, eftir því sem tekið er fram í lýsingunni. Fram kemur í frétt Reuters að stjórnendur og ráðgjafar Lyft muni hefja fundaröð með fjárfestum 18. mars næstkomandi. Félagið, sem var stofnað af þeim John Zimmer og Logan Green fyrir sjö árum, er um þessar mundir metið á um 15 milljarða dala. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stjórnendur Lyft, sem stefnir á hlutabréfamarkað á árinu, upplýstu fyrir helgi að bandarísku leigubílaþjónustunni hefði enn ekki tekist að skila hagnaði. Í lýsingu sem birt var á vef verðbréfaeftirlitsins þar í landi á föstudag, í tilefni af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Lyft, birtust í fyrsta sinn opinberlega nákvæmar fjárhagsupplýsingar um félagið. Talið er að leigubílaþjónustan, sem er einn helsti keppinautur Uber, geti verið metin á bilinu 20 til 25 milljarða dala í útboðinu en stefnt er að skráningu félagsins á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York í vor. Í lýsingunni kemur fram að tekjur Lyft hafi numið 2,2 milljörðum dala, sem jafngildir 263 milljörðum króna, á síðasta ári en tap félagsins var ríflega 911 milljónir dala, jafnvirði 109 milljarða króna. Til samanburðar námu tekjur Lyft 343 milljónum dala árið 2016 og 1,1 milljarði dala árið 2017. Tap leigubílaþjónustunnar var 683 milljónir dala árið 2016 og 688 milljónir dala ári síðar, eftir því sem tekið er fram í lýsingunni. Fram kemur í frétt Reuters að stjórnendur og ráðgjafar Lyft muni hefja fundaröð með fjárfestum 18. mars næstkomandi. Félagið, sem var stofnað af þeim John Zimmer og Logan Green fyrir sjö árum, er um þessar mundir metið á um 15 milljarða dala.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira