Tvöfaldaði fjárfestinguna á Íslandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Norski olíusjóðurinn jók verulega fjárfestingar sínar hér á landi í fyrra, meðal annars með milljarðakaupum á skuldabréfum Landsvirkjunar og þátttöku í hlutafjárútboði Arion banka í júnímánuði. Nordicphotos/Getty Fjárfestingar norska olíusjóðsins, sem er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, í íslenskum ríkisskuldabréfum og skulda- og hlutabréfum íslenskra félaga námu samanlagt liðlega 13,7 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þetta má lesa út úr yfirliti yfir allar fjárfestingar olíusjóðsins sem birt var samhliða útgáfu ársskýrslu sjóðsins í síðustu viku. Heildarfjárfesting olíusjóðsins hér á landi tæplega tvöfaldaðist á síðasta ári en hún nam rúmum 7,0 milljörðum króna í lok árs 2017. Sjóðurinn, sem átti í lok síðasta árs eignir upp á samanlagt 8.250 milljarða norskra króna, tæplega 115 þúsund milljarða íslenskra króna, keypti í fyrra skuldabréf í Landsvirkjun sem metin voru á 479 milljónir norskra króna, jafnvirði um 6,7 milljarða íslenskra króna, í bókum hans í lok ársins. Eru skuldabréfin næststærsta einstaka eign sjóðsins á Íslandi. Auk umræddra skuldabréfa í Landsvirkjun heldur norski olíusjóðurinn á 0,13 prósenta hlut í Arion banka sem var metinn á 175 milljónir íslenskra króna í lok síðasta árs en eins og fram hefur komið í Markaðinum tók sjóðurinn þátt í hlutafjárútboði bankans síðasta sumar. Olíusjóðurinn á jafnframt íslensk ríkisskuldabréf að virði um 6,9 milljarða króna sem og kröfur upp á ríflega 7 milljónir króna á hendur Kaupþingi, eignarhaldsfélagi sem var stofnað á grunni slitabús Kaupþings banka eftir nauðasamninga, en sjóðurinn hefur á undanförnum árum fengið kröfur sínar gagnvart Kaupþingi og LBI, sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, greiddar að nær öllu leyti. Þannig námu samanlagðar kröfur sjóðsins á hendur Kaupþingi, LBI og Glitni HoldCo 139 milljónum norskra króna, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, í lok árs 2015. Olíusjóðurinn átti fyrir efnahagshrunið haustið 2008 skuldabréf upp á samanlagt meira en þrjá milljarða norskra króna í íslensku viðskiptabönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum. Á þeim tíma, í lok árs 2007, var heildarfjárfesting sjóðsins hér á landi tæpir 4,0 milljarðar norskra króna.Eiga nær sjö milljarða króna í íslenskum ríkisskuldabréfum Eign sjóðsins í íslenskum ríkisskuldabréfum, sem nam 497 milljónum norskra króna eða 6,9 milljörðum íslenskra króna í lok síðasta árs, hefur lítið breyst á undanförnum fimm árum. Sjóðurinn átti íslensk ríkisskuldabréf fyrir hátt í tíu milljarða íslenskra króna í lok síðasta áratugar en seldi öll bréfin árið 2010 og keypti aftur, þá fyrir um sjö milljarða króna, árið 2014, samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóðsins sem birt er á vef hans. Vöxtur olíusjóðsins, sem er til húsa á sama stað og Seðlabanki Noregs í miðborg Óslóar, hefur verið ævintýralegur frá stofnun hans árið 1990 og áætlar Financial Times að hlutabréfaeign sjóðsins samsvari því að hann eigi að meðaltali um 2,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í Evrópu. Fjárfesting sjóðsins í hlutabréfum Arion banka síðasta sumar er fyrsta fjárfesting hans í íslenskum hlutabréfum. Sjóðurinn hélt á 0,13 prósenta hlut í bankanum í lok árs 2018 og er markaðsvirði hlutarins tæplega 200 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa bankans.Vildu ekki Benedikt í stjórn Fram kemur á vef olíusjóðsins að sjóðurinn hafi á hluthafafundi Arion banka þann 5. september í fyrra greitt atkvæði gegn því að Benedikt Gíslason, ráðgjafi hjá Kaupþingi, móðurfélagi Kaupskila sem er stærsti hluthafi bankans með tæplega þriðjungshlut, yrði kjörinn í stjórn bankans en Benedikt, sem var einn í framboði, hlaut stuðning mikils meirihluta hluthafa. Þá kaus sjóðurinn auk þess gegn því að þeir Christopher Guth, sjóðsstjóri bandaríska vogunarsjóðsins Attestor Capial, sem á ríflega sjö prósenta hlut í Arion banka, og Keith Magliana, sjóðsstjóri vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem fer með um tíu prósenta hlut í bankanum, yrðu kjörnir í tilnefningarnefnd bankans en líkt og í tilfelli Benedikts var meirihluti hluthafa á öðru máli og kaus þá í nefndina.Ávöxtunin sú lakasta í áratug Ávöxtun norska olíusjóðsins í fyrra var sú lakasta frá því í alþjóðlegu fjármálakreppunni fyrir meira en tíu árum en sjóðurinn skilaði neikvæðri ávöxtun upp á 6,1 prósent. Þar af var ávöxtun af hlutabréfaeign sjóðsins neikvæð um 9,5 prósent á árinu. Til samanburðar skilaði sjóðurinn jákvæðri ávöxtun upp á 13,7 prósent árið 2017. Stjórnendur sjóðsins hafa sætt nokkurri gagnrýni í norskum fjölmiðlum fyrir að hafa aukið hlutabréfaeign sjóðsins á undanförnum mánuðum - úr 60 prósentum af heildareignum í 70 prósent - þrátt fyrir mikinn óróleika á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Spurður hvort sjóðurinn hafi keypt hlutabréf á röngum tíma svaraði framkvæmdastjórinn Yngve Slyngstad því til að sjóðsstjórar sjóðsins reyndu ekki að spá um þróun á mörkuðum. Þeir hvikuðu ekki frá fjárfestingastefnu sjóðsins. „Við munum aðeins vita svarið við þessari spurningu eftir einhver ár,“ sagði Slyngstad. Birtist í Fréttablaðinu Noregur Orkumál Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Fjárfestingar norska olíusjóðsins, sem er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, í íslenskum ríkisskuldabréfum og skulda- og hlutabréfum íslenskra félaga námu samanlagt liðlega 13,7 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þetta má lesa út úr yfirliti yfir allar fjárfestingar olíusjóðsins sem birt var samhliða útgáfu ársskýrslu sjóðsins í síðustu viku. Heildarfjárfesting olíusjóðsins hér á landi tæplega tvöfaldaðist á síðasta ári en hún nam rúmum 7,0 milljörðum króna í lok árs 2017. Sjóðurinn, sem átti í lok síðasta árs eignir upp á samanlagt 8.250 milljarða norskra króna, tæplega 115 þúsund milljarða íslenskra króna, keypti í fyrra skuldabréf í Landsvirkjun sem metin voru á 479 milljónir norskra króna, jafnvirði um 6,7 milljarða íslenskra króna, í bókum hans í lok ársins. Eru skuldabréfin næststærsta einstaka eign sjóðsins á Íslandi. Auk umræddra skuldabréfa í Landsvirkjun heldur norski olíusjóðurinn á 0,13 prósenta hlut í Arion banka sem var metinn á 175 milljónir íslenskra króna í lok síðasta árs en eins og fram hefur komið í Markaðinum tók sjóðurinn þátt í hlutafjárútboði bankans síðasta sumar. Olíusjóðurinn á jafnframt íslensk ríkisskuldabréf að virði um 6,9 milljarða króna sem og kröfur upp á ríflega 7 milljónir króna á hendur Kaupþingi, eignarhaldsfélagi sem var stofnað á grunni slitabús Kaupþings banka eftir nauðasamninga, en sjóðurinn hefur á undanförnum árum fengið kröfur sínar gagnvart Kaupþingi og LBI, sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, greiddar að nær öllu leyti. Þannig námu samanlagðar kröfur sjóðsins á hendur Kaupþingi, LBI og Glitni HoldCo 139 milljónum norskra króna, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, í lok árs 2015. Olíusjóðurinn átti fyrir efnahagshrunið haustið 2008 skuldabréf upp á samanlagt meira en þrjá milljarða norskra króna í íslensku viðskiptabönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum. Á þeim tíma, í lok árs 2007, var heildarfjárfesting sjóðsins hér á landi tæpir 4,0 milljarðar norskra króna.Eiga nær sjö milljarða króna í íslenskum ríkisskuldabréfum Eign sjóðsins í íslenskum ríkisskuldabréfum, sem nam 497 milljónum norskra króna eða 6,9 milljörðum íslenskra króna í lok síðasta árs, hefur lítið breyst á undanförnum fimm árum. Sjóðurinn átti íslensk ríkisskuldabréf fyrir hátt í tíu milljarða íslenskra króna í lok síðasta áratugar en seldi öll bréfin árið 2010 og keypti aftur, þá fyrir um sjö milljarða króna, árið 2014, samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóðsins sem birt er á vef hans. Vöxtur olíusjóðsins, sem er til húsa á sama stað og Seðlabanki Noregs í miðborg Óslóar, hefur verið ævintýralegur frá stofnun hans árið 1990 og áætlar Financial Times að hlutabréfaeign sjóðsins samsvari því að hann eigi að meðaltali um 2,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í Evrópu. Fjárfesting sjóðsins í hlutabréfum Arion banka síðasta sumar er fyrsta fjárfesting hans í íslenskum hlutabréfum. Sjóðurinn hélt á 0,13 prósenta hlut í bankanum í lok árs 2018 og er markaðsvirði hlutarins tæplega 200 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa bankans.Vildu ekki Benedikt í stjórn Fram kemur á vef olíusjóðsins að sjóðurinn hafi á hluthafafundi Arion banka þann 5. september í fyrra greitt atkvæði gegn því að Benedikt Gíslason, ráðgjafi hjá Kaupþingi, móðurfélagi Kaupskila sem er stærsti hluthafi bankans með tæplega þriðjungshlut, yrði kjörinn í stjórn bankans en Benedikt, sem var einn í framboði, hlaut stuðning mikils meirihluta hluthafa. Þá kaus sjóðurinn auk þess gegn því að þeir Christopher Guth, sjóðsstjóri bandaríska vogunarsjóðsins Attestor Capial, sem á ríflega sjö prósenta hlut í Arion banka, og Keith Magliana, sjóðsstjóri vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem fer með um tíu prósenta hlut í bankanum, yrðu kjörnir í tilnefningarnefnd bankans en líkt og í tilfelli Benedikts var meirihluti hluthafa á öðru máli og kaus þá í nefndina.Ávöxtunin sú lakasta í áratug Ávöxtun norska olíusjóðsins í fyrra var sú lakasta frá því í alþjóðlegu fjármálakreppunni fyrir meira en tíu árum en sjóðurinn skilaði neikvæðri ávöxtun upp á 6,1 prósent. Þar af var ávöxtun af hlutabréfaeign sjóðsins neikvæð um 9,5 prósent á árinu. Til samanburðar skilaði sjóðurinn jákvæðri ávöxtun upp á 13,7 prósent árið 2017. Stjórnendur sjóðsins hafa sætt nokkurri gagnrýni í norskum fjölmiðlum fyrir að hafa aukið hlutabréfaeign sjóðsins á undanförnum mánuðum - úr 60 prósentum af heildareignum í 70 prósent - þrátt fyrir mikinn óróleika á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Spurður hvort sjóðurinn hafi keypt hlutabréf á röngum tíma svaraði framkvæmdastjórinn Yngve Slyngstad því til að sjóðsstjórar sjóðsins reyndu ekki að spá um þróun á mörkuðum. Þeir hvikuðu ekki frá fjárfestingastefnu sjóðsins. „Við munum aðeins vita svarið við þessari spurningu eftir einhver ár,“ sagði Slyngstad.
Birtist í Fréttablaðinu Noregur Orkumál Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira