Körfubolti

Áhorfandi fékk boltann tvisvar í hausinn með sekúndu millibili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Villanova fagna sigri.
Leikmenn Villanova fagna sigri. Getty/Mitchell Leff
Áhorfendur í bestu sætunum á körfuboltaleikjunum í Bandaríkjunum fá stundum að finna fyrir því.

Oftar en ekki fá áhorfendur á gólfinu körfuboltamenn í fangið og sumir fá jafnvel boltann í sig.

Áhorfandi á leik Villanova og Marquette á dögunum var hins vegar óheppnari en þeir flestir.

Sá hinn sami var búinn að tryggja sér gólfsæti í Finneran Pavilion sem er heimahöll Villanova liðsins í útjarði Philadelphiu borgar í Pennsylvaníu fylki.  

Leikurinn var nýhafinn þegar leikmaður Villanova komst inn í sendingu hjá Marquette með þeim afleiðingum að boltinn fór útaf vellinum og í hinn óheppna áhorfanda.

Þar með var ekki öll sagan sögð því boltinn fór beint upp í loft og lenti síðan aftur á greyið manninum sem velur sér kannski sæti fjær vellinum í næsta skipti.

Það má finna myndband af þessu furðulega atviki hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×