Viðskipti erlent

Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns

Kjartan Kjartansson skrifar
Guo Ping, stjórnarformaður Huawei, á blaðamannafundi í Shenzhen þar sem hann var spurður um málsóknina.
Guo Ping, stjórnarformaður Huawei, á blaðamannafundi í Shenzhen þar sem hann var spurður um málsóknina. Vísir/EPA

Kínverski tæknirisinn Huawei hefur stefnt bandaríska ríkinu vegna banns sem Bandaríkjastjórn lagði við að þarlendar ríkisstofnanir noti vörur frá tölvu- og símafyrirtækinu. Bannið kemur til vegna þess að bandarísk stjórnvöld óttast að Huawei sé á mála hjá kínverska ríkinu sem noti það til að stunda iðnaðarnjósnir.

Fyrirtækið segir á móti að engar sannanir hafi verið settar fram til stuðnings banninu og að engin tengsl séu við kínversk stjórnvöld, hvað þá njósnastarfssemi. Það segir lagaákvæðið sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

„Bannið er ekki aðeins ólögmætt heldur setur það Huawei skorður í að taka þátt í sanngjarnri samkeppni sem skaðar á endanum bandaríska neytendur,“ segir Guo Ping, stjórnarformaður Huawei.

Bandaríkjamenn hafa hins vegar miklar áhyggjur af Huawei og hafa meðal annars krafist þess að bandamenn þeirra á borð við Evrópuríki hætti einnig að nota tæknibúnað frá Huawei. Ríki eins og Ástralía og Nýja-Sjáland hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum þar að nota tækni frá Huawei í nýrri kynslóð farsímanets af öryggisástæðum.

Yfirvöld í Bandaríkjunum sækjast nú eftir framsali Meng Wanzhou, fjármálastjóra Huawei, sem var handtekin í Kanada í desember. Þau saka hana meðal annars um að hafa brotið gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.