Körfubolti

Sir Charles vill fá LeBron á TNT sjónvarpstöðina í úrslitakeppninni

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron verður væntanlega í fríi í apríl, maí og júní.
LeBron verður væntanlega í fríi í apríl, maí og júní. vísir/getty

Það er nánast öruggt að úrslitakeppnin í NBA-deildinni í ár verður sú fyrsta síðan 2005 þar sem LeBron James verður ekki á meðal leikmanna á gólfinu.

Eftir slakt gengi Lakers í vetur eru líkurnar samkvæmt miðlinum Basketball-Reference 0,1% að Lakers fari í úrslitakeppnina. Það verður skrýtið fyrir einhverja að kveikja á sjónvarpinu í úrslitakeppninni og þar verður enginn LeBron.

Körfuboltagoðsögnin Charles Barkle, sem starfar á stöðinni TNT, hefur boðið LeBron að hjálpa stöðunni í úrslitakeppninni. Charles segir hann ekki hafa neitt annað að gera en Shaquille O’Neal, önnur goðsögn, skellti þá upp úr í settinu.

Shaq grínaðist þá að eina sem LeBron þyrfti að gera væri að leggja smá pening inn á Shaq og hann myndi ganga í skrokk á Chuck. Hann uppskar mikil hlátrasköll í settinu.

Síðan 2011 hefur LeBron spilað 168 leiki í úrslitakeppninni sem gerir að meðaltali um 21 leik á hverju einasta ári. Hann er með rúmlega 40 mínútur að meðaltali í leik svo það eru einhver rök fyrir því að LeBron eigi skilið smá frí.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.