Viðskipti innlent

Toys R´ Us verður Kids Coolshop

Kjartan Kjartansson skrifar
Toys R' Us rekur meðal annars verslun á Smáratorgi.
Toys R' Us rekur meðal annars verslun á Smáratorgi. Vísir/Vilhelm

Leikfangakeðjan Kids Coolshop hefur tekið yfir rekstur Toys R´ Us á Íslandi. Í tilkynningu frá Toys R´ Us kemur fram að nafni verslunarinnar verði breytt á næstu vikum yfir í vörumerki nýja eigandans. Móðurfélag Toys R´ Us var úrskurðað gjaldþrota í desember.

Greint er frá yfirtökunni á Facebook-síðu Toys R´ Us á Íslandi. Þar segir að samningar þess efnis hafi verið kláraðar í gær og að nýir eigendur hafi tekið við öllum verslunum og starfsfólki.

„Næstu daga mun bætast við fjöldi nýrra tilboða og afsláttur á nær allar vörur Toys“R“US og ættu því allir að gera góð kaup síðustu daga Toys“R“US á Íslandi, endilega nýtið gjafabréf en tekið verður við öllum Toys“R“US gjafabréfum þar til ný verslun KiDS Coolshop verður opnuð,“ segir í færslunni.

Kids Coolshop er dönsk netverslun með leikföng sem hefur að undanförnu tekið yfir rekstur leikfangaverslana. Hún tekur yfir reksturinn af Top Toy, dönsku móðurfyrirtæki Toys R´Us á Íslandi, sem fór á hausinn í lok síðasta árs.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.