Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 16:21 Top Toy rekur þrjár Toys R' Us verslanir á Íslandi. Fréttablaðið/ernir Móðurfélag leikfangaverslunarkeðjunnar Toys R' Us á Íslandi, hið danska Top Toy, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið hefur síðastliðinn mánuð unnið að endurskipulagningu með það fyrir augum að bjarga rekstrinum. Skandinavískir miðlar greina hins vegar frá því í dag að sú vinna hafi ekki borið jákvæðan ávöxt. Léleg jólaverslun hafi endanlega riðið fyrirtækinu að fullu. Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys R' Us á Smáratorgi, sagðist vera nýbúinn að heyra tíðindin þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir starfsmenn Toys R' Us á Íslandi ekki hafa borist neinar nánari fregnir um framtíð verslananna hér á landi. „Við vitum ekkert hvernig framhaldið verður,“ segir Sigurður og bætir við að því hafi ekki enn verið tekin formleg ákvörðun um að loka þremur verslunum Toys R' Us hér á landi.Norskir miðlar áætla þó að þar í landi verði öllum verslunum Toys R' Us lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi muni missa vinnuna. Reynt verði þó að halda einhverjum verslunum opnum til áramóta, svo að viðskiptavinir geti skipt jólagjöfum. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi mánaðar kom fram að Top Toy hefði í huggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Sem fyrr segir eru þrjár verslanir reknar undir merkjum Toys R' Us hér á landi - í Kringlunni, Smáratorgi og á Akureyri. Tengdar fréttir Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19 Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30 Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Móðurfélag leikfangaverslunarkeðjunnar Toys R' Us á Íslandi, hið danska Top Toy, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið hefur síðastliðinn mánuð unnið að endurskipulagningu með það fyrir augum að bjarga rekstrinum. Skandinavískir miðlar greina hins vegar frá því í dag að sú vinna hafi ekki borið jákvæðan ávöxt. Léleg jólaverslun hafi endanlega riðið fyrirtækinu að fullu. Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys R' Us á Smáratorgi, sagðist vera nýbúinn að heyra tíðindin þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir starfsmenn Toys R' Us á Íslandi ekki hafa borist neinar nánari fregnir um framtíð verslananna hér á landi. „Við vitum ekkert hvernig framhaldið verður,“ segir Sigurður og bætir við að því hafi ekki enn verið tekin formleg ákvörðun um að loka þremur verslunum Toys R' Us hér á landi.Norskir miðlar áætla þó að þar í landi verði öllum verslunum Toys R' Us lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi muni missa vinnuna. Reynt verði þó að halda einhverjum verslunum opnum til áramóta, svo að viðskiptavinir geti skipt jólagjöfum. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi mánaðar kom fram að Top Toy hefði í huggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Sem fyrr segir eru þrjár verslanir reknar undir merkjum Toys R' Us hér á landi - í Kringlunni, Smáratorgi og á Akureyri.
Tengdar fréttir Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19 Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30 Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19
Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30
Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00