Körfubolti

Valur vann öruggan sigur í Hólminum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Helena Sverrisdóttir ræður ríkjum í íslenskum körfubolta.
Helena Sverrisdóttir ræður ríkjum í íslenskum körfubolta. Vísir/Vilhelm
Valskonur gerðu góða ferð í Stykkishólm í dag þar sem þær unnu öruggan sigur á Snæfelli í Dominos deild kvenna í körfubolta.

Valur miklu betri aðilinn frá upphafi en staðan eftir fyrsta leikhluta var 7-19 og héldu gestirnir áfram að auka forystuna þar til þær slökuðu aðeins á í fjórða leikhlutanum sem Snæfell vann.

Engu að síður öruggur sigur hjá Valskonum, 65-80.

Eins og stundum áður var Helena Sverrisdóttir langbesti leikmaður vallarins en hún skoraði 20 stig, tók 17 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. 

Kristen Denise McCarthy var atkvæðamest heimakvenna með 29 stig en hún tók einnig 19 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×