Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2018 11:15 Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í lögfræði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. Nýverið hefur Neytendastofa bannað nokkrum fyrirtækjum og bloggurum að nota duldar auglýsingar. Fyrirtækin hafa ýmist afhent eða haft milligöngu um afhendingu á vöru til bloggara sem á móti hefur fjallað um vöruna. Í öllum málum þóttu færslur ekki skýrlega merktar sem auglýsingar. Lektor í lögfræði og formaður áfrýjunarnefndar neytendamála segir duldum auglýsingum hafa fjölgað mikið og að yfirvöld hér og í nágrannalöndum séu farin að horfa til þess. „Ég held að þetta sé bara bolti sem er að rúlla og eftir því sem við verðum meira meðvituð um þetta og eftir því sem þessum tilvikum fer að fjölga, að þá held ég að neytendayfirvöld muni grípa í taumana. Við erum að sjá það núna og held að við munum sjá það áfram á næstu misserum,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir.Neytenda þarf snemma að vera ljóst að færsla sé í raun auglýsing.Vísir/gettyHún segir auglýsingar sem þessar, þar sem neytendur eru að mæla með vörum fyrir aðra neytendur, hafa aukin áhrif á kauphegðun. Því sé sérstaklega mikilvægt að merkja þær skýrlega. Bloggarar hafa borið því við að reglur um efnið sé óskýrar en Halldóra telur svo ekki vera. „Reglurnar eru alveg skýrar og ég held að það sé alveg ljóst að fyrirtækin þekki þær. Þetta eru reglur sem hafa verið lengi í gildi um að þú eigir að auðkenna auglýsingar. En ég held að vandamálið sem menn standa kannski frammi fyrir núna er þetta ólíka eðli hinna ýmsu samfélagmiðla,“ segir Halldóra. Hún segir nýlega úrskurði og dómaframkvæmd í nágrannalöndum gefa til kynna að málið verði tekið föstum tökum. „Að það verði allavega enginn afsláttur veittur. Jafnvel þótt þetta séu samfélagsmiðlar, að þá sé tekið á þessu þannig að þetta þurfi að vera mjög skýrt. Það sé ekki nógu skýrt að segja til dæmis eftir langa bloggfrærslu: „Já, svo það sé tekið fram að þá er þetta samstarf.“ Neytanda þarf að vera ljóst frekar snemma að þetta sé auglýsing.“ Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. Nýverið hefur Neytendastofa bannað nokkrum fyrirtækjum og bloggurum að nota duldar auglýsingar. Fyrirtækin hafa ýmist afhent eða haft milligöngu um afhendingu á vöru til bloggara sem á móti hefur fjallað um vöruna. Í öllum málum þóttu færslur ekki skýrlega merktar sem auglýsingar. Lektor í lögfræði og formaður áfrýjunarnefndar neytendamála segir duldum auglýsingum hafa fjölgað mikið og að yfirvöld hér og í nágrannalöndum séu farin að horfa til þess. „Ég held að þetta sé bara bolti sem er að rúlla og eftir því sem við verðum meira meðvituð um þetta og eftir því sem þessum tilvikum fer að fjölga, að þá held ég að neytendayfirvöld muni grípa í taumana. Við erum að sjá það núna og held að við munum sjá það áfram á næstu misserum,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir.Neytenda þarf snemma að vera ljóst að færsla sé í raun auglýsing.Vísir/gettyHún segir auglýsingar sem þessar, þar sem neytendur eru að mæla með vörum fyrir aðra neytendur, hafa aukin áhrif á kauphegðun. Því sé sérstaklega mikilvægt að merkja þær skýrlega. Bloggarar hafa borið því við að reglur um efnið sé óskýrar en Halldóra telur svo ekki vera. „Reglurnar eru alveg skýrar og ég held að það sé alveg ljóst að fyrirtækin þekki þær. Þetta eru reglur sem hafa verið lengi í gildi um að þú eigir að auðkenna auglýsingar. En ég held að vandamálið sem menn standa kannski frammi fyrir núna er þetta ólíka eðli hinna ýmsu samfélagmiðla,“ segir Halldóra. Hún segir nýlega úrskurði og dómaframkvæmd í nágrannalöndum gefa til kynna að málið verði tekið föstum tökum. „Að það verði allavega enginn afsláttur veittur. Jafnvel þótt þetta séu samfélagsmiðlar, að þá sé tekið á þessu þannig að þetta þurfi að vera mjög skýrt. Það sé ekki nógu skýrt að segja til dæmis eftir langa bloggfrærslu: „Já, svo það sé tekið fram að þá er þetta samstarf.“ Neytanda þarf að vera ljóst frekar snemma að þetta sé auglýsing.“
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45