Körfubolti

Þjálfari Clippers tók leikhlé svo hægt væri að hylla Dirk | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dirk þakkar áhorfendum fyrir ástina.
Dirk þakkar áhorfendum fyrir ástina. vísir/getty
Doc Rivers, þjálfari LA Clippers, sýndi af sér einstakan höfðingsskap í nótt er hann tók leikhlé svo hægt væri að hylla leikmann andstæðinganna.

Það voru níu sekúndur eftir af leiknum er Rivers tók leikhléið. Hann fór svo í hátalarakerfi vallarins og skipaði áhorfendum að standa upp og hylla þýska höfðingjann. Mögnuð sena.





Að sjálfsögðu sýndu áhorfendur í Los Angeles kurteisi og klöppuðu. Mátti klárlega sjá að Nowitzki þótti vænt um það og hann sagði það líka eftir leik.

Clippers vann leikinn sem þó verður helst minnst fyrir þessa uppákomu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×