Körfubolti

Sjáðu sóknina og sigurkörfuna sem nánast ómögulegt er að lýsa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jarred Dixon skorar sigurkörfuna.
Jarred Dixon skorar sigurkörfuna. Mynd/Twitter/@MissouriStBears

Karfa helgarinnar var án efa í bandaríska háskólakörfuboltanum en það er hægt að bóka það að þar var ekki farið eftir leikskipulagi þjálfaranna.

Jarred Dixon tryggði Missouri State dramatískan sigur á Illinois State í bandaríska háskólakörfuboltanum um helgina.

Vonin var veik hjá Missouri State þegar 7,8 sekúndur voru eftir enda var liðið tveimur stigum undir og ekki með boltann. Það er erfitt að lýsa því sem gerðist þessar síðustu sekúndur leiksins því annar eins darraðadans hefur sjaldan sést áður.

Illinois State tókst að kasta frá sér boltanum en það átti eftir mikið að gerast eftir það þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum reyndi að klófesta knöttinn. Boltinn endaði loksins hjá Jarred Dixon sem náði að skjóta áður en klukkan rann út.

Jarred Dixon var reyndar við miðju vallarins en skotið fór spjaldið ofan í og Missouri State fagnaði ótrúlegum sigri.

Það er eitt að hitta frá miðju á síðustu sekúndu leiks en hvað þá að gera það eftir það sem á undan gekk á þessum furðulegum lokasekúndum. Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu sigurkörfu frá tveimur sjónarhornum.


 


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.