Viðskipti innlent

Bud Light á leið í vínbúðirnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bud Light er með rúmlega 15 prósenta markaðshlutdeild á bandaríska bjórmarkaðnum.
Bud Light er með rúmlega 15 prósenta markaðshlutdeild á bandaríska bjórmarkaðnum. Getty/Erika Goldring

Íslendingar munu geta gætt sér á vinsælasta bjórnum vestanhafs, hinum bandaríska Bud Light, frá og með 1. mars næstkomandi. Þá verða 30 ár liðin frá því að bjór var aftur leyfður á Íslandi, eftir rúmlega 70 ára útskúfun.

Að sögn Halldórs Ægis Halldórsson, starfsmanns Vínnes sem flytur Bud Light til landsins, hefur innflutningurinn verið í undirbúning í um fimm ár. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að fyrirtækinu, sem er með dreifingarsamning við móðurfélag Bud Light, hafi regluleg borist fyrirspurnir um hvort Vínnes geti hafið sölu bjórsins hér á landi. Fyrstu vörubrettin hafi komið til landsins í síðustu viku og því hafi það óneitanlega verið svekkjandi að geta ekki boðið upp á bjórinn fyrir sjálfan úrslitaleik ameríska fóboltans, sem fram fór 3. febrúar.

Bud Light hefur lengi verið söluhæsti bjórinn í Bandaríkjunum en ætla má að hann sé með um 15,4 prósent markaðshlutdeild vestanhafs. Bjórinn kom fyrst á markað árið 1982 og er honum stundum lýst sem  „þunnum og vatnskenndum,“ en um leið að hann sé „frískandi.“ Bandarískir léttbjórar hafa verið að ná fótfestu hér á landi, en Coors Light rataði fyrst í hillur vínbúðanna í upphafi árs 2018.

Halldór Ægir segir að hægt verði að nálgast Bud Light í fjórum verslunum ÁTVR: í Kringlunni, Skútu­vogi, Hafnar­firði og Heið­rúnu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.