Viðskipti innlent

Coors Light til sölu á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Aðdáendur léttbjórs hafa margir hverjir beðið lengi eftir komu þessa bjórs til landsins.
Aðdáendur léttbjórs hafa margir hverjir beðið lengi eftir komu þessa bjórs til landsins. Vísir/Getty
Bandaríski léttbjórinn Coors Light verður brátt fáanlegur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Aðdáendur léttbjórs hafa margir hverjir beðið lengi eftir komu þessa bjórs til landsins en það er íslenski heildsalinn Mekka Wines & Spirits sem flytur hann til Íslands frá Bretlandi. 

Coors Brewing Company kynnti Coors Light fyrst til leiks árið 1978 en undanfara þess fyrirtækis má rekja til hins þýsk ættaða Adolph Coors sem stofnaði Adolph Coors-fyrirtækið í bænum Golden í Colorado árið 1873. Sá hafði unnið við Henry Wenker-bruggsmiðjuna í Dortmund í Þýskalandi og komst fljótlega að því að vatn væri lykillinn að hinum fullkomna bjór.

Hann ákvað því að koma Adolph Coors-fyrirtækinu fyrir í Golden þar sem hann fékk vatn í bjórframleiðsluna úr Klettafjöllunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×