Körfubolti

Martin öflugur í sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Mynd/Instagram/albaberlin

Martin Hermannsson var öflugur í nokkuð þægilegum sigri Alba Berlin á Löwen Braunschweig í þýsku Bundesligunni í körfubolta í kvöld.

Martin hefur verið að spila mjög vel með Berlínarliðinu í vetur. Hann skoraði 10 stig í 82-74 sigrinum í kvöld en gaf átta stoðsendingar þess aukis og var með einn stolinn bolta.

Ljónin byrjuðu betur í Berlín og voru með 26-18 forystu eftir fyrsta leikhluta og leiddu 43-39 í hálfleik. Heimamenn komu þó miklu sterkari út í seinni hálfleikinn og unnu þriðja leikhlutann 28-10.

Þegar upp var staðið var sigurinn nokkuð þægilegur, 82-74.

Berlín er í fjórða sæti deildarinnar með 13 sigra úr 17 leikjum. Öll liðin þrjú fyrir ofan hafa þó spilað 2-3 leikjum meira.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.