Stórbankinn Deutsche Bank greiðir hæstu vextina Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 08:30 Deutsche Bank er í erfiðri stöðu þessi misserin. Nordicphotos/Getty Stórbankinn Deutsche Bank þarf að greiða hæstu vexti allra leiðandi banka á evrópskum skuldabréfamarkaði í ár, samkvæmt upplýsingum frá fréttaveitunni IFR. Greinendur telja að hár fjármögnunarkostnaður þýska bankans geti dregið úr hagnaði hans um allt að 35 prósent. Athygli vakti í liðinni viku þegar Deutsche Bank seldi skuldabréf fyrir samanlagt 3,6 milljarða evra með 180 punkta álagi ofan á grunnvexti tveggja ára skuldabréfa en það þykir hátt álag fyrir skammtímafjármögnun. Þá greiddi bankinn auk þess 230 punkta álag ofan á grunnvexti sjö ára skuldabréfa en í frétt Financial Times er bent á að það sé hærra álag en hinn spænski CaixaBank hafi nýlega þurft að greiða fyrir fimm ára skuldabréf. „Deutsche þarf að greiða töluvert hærra álag en næstum því allir evrópskir stórbankar,“ segir Michael Hünseler, sjóðsstjóri hjá Assenagon, og bendir á að álagið endurspegli miklar efasemdir fjárfesta um rekstur bankans sem hafi farið versnandi. Ódýr fjármögnun hefur um áratugaskeið verið eitt aðalsmerki Deutsche Bank og átt stóran þátt í örum vexti bankans. Hins vegar hefur rekstrarumhverfi þýska stórbankans gjörbreyst í kjölfar fjármálahrunsins og er hár fjármögnunarkostnaður nú talinn einn hans helsti dragbítur. Greinendur hafa bent á að hækkandi vaxtagreiðslur bankans geti dregið úr samkeppnisforskoti hans og gert það að verkum að hann geti ekki lengur boðið mikilvægustu viðskiptavinum sínum samkeppnishæf kjör. Amit Goel, greinandi hjá Barclays, dregur upp dökka sviðsmynd af áhrifum hækkandi fjármögnunarkostnaðar Deutsche Bank í nýlegu minnisblaði og segir að kostnaðurinn geti minnkað hagnað bankans um allt að 35 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stórbankinn Deutsche Bank þarf að greiða hæstu vexti allra leiðandi banka á evrópskum skuldabréfamarkaði í ár, samkvæmt upplýsingum frá fréttaveitunni IFR. Greinendur telja að hár fjármögnunarkostnaður þýska bankans geti dregið úr hagnaði hans um allt að 35 prósent. Athygli vakti í liðinni viku þegar Deutsche Bank seldi skuldabréf fyrir samanlagt 3,6 milljarða evra með 180 punkta álagi ofan á grunnvexti tveggja ára skuldabréfa en það þykir hátt álag fyrir skammtímafjármögnun. Þá greiddi bankinn auk þess 230 punkta álag ofan á grunnvexti sjö ára skuldabréfa en í frétt Financial Times er bent á að það sé hærra álag en hinn spænski CaixaBank hafi nýlega þurft að greiða fyrir fimm ára skuldabréf. „Deutsche þarf að greiða töluvert hærra álag en næstum því allir evrópskir stórbankar,“ segir Michael Hünseler, sjóðsstjóri hjá Assenagon, og bendir á að álagið endurspegli miklar efasemdir fjárfesta um rekstur bankans sem hafi farið versnandi. Ódýr fjármögnun hefur um áratugaskeið verið eitt aðalsmerki Deutsche Bank og átt stóran þátt í örum vexti bankans. Hins vegar hefur rekstrarumhverfi þýska stórbankans gjörbreyst í kjölfar fjármálahrunsins og er hár fjármögnunarkostnaður nú talinn einn hans helsti dragbítur. Greinendur hafa bent á að hækkandi vaxtagreiðslur bankans geti dregið úr samkeppnisforskoti hans og gert það að verkum að hann geti ekki lengur boðið mikilvægustu viðskiptavinum sínum samkeppnishæf kjör. Amit Goel, greinandi hjá Barclays, dregur upp dökka sviðsmynd af áhrifum hækkandi fjármögnunarkostnaðar Deutsche Bank í nýlegu minnisblaði og segir að kostnaðurinn geti minnkað hagnað bankans um allt að 35 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira