Viðskipti innlent

Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum

Sylvía Hall skrifar
SAF segir ólíðandi að brot eins fyrirtækis varpi óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu.
SAF segir ólíðandi að brot eins fyrirtækis varpi óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu. Vísir/Hanna
Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. Yfirlýsingin kemur í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks þar sem fram kom að bílaleigan Procar hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem voru seldir.Sjá einnig: Biðjast af­sökunar á að hafa breytt kíló­metra­stöðu bílannaKallað er eftir því að stjórnvöld og eftirlitsaðilar skoði málið og að gerð verði eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi, með tilviljanakenndu úrtaki innan hverrar bílaleigu og mikilvægt sé að slík úttekt fari fram eins fljótt og auðið er. Þar verði kannað hvort samningar um sölu á bílum í eigu bílaleiga séu í samræmi við kílómetratalningu í leigusamningum.Þá fordæma samtökin brot Procar og hefur verið tekin einróma ákvörðun um að vísa fyrirtækinu úr samtökunum á grundvelli 5. gr. laga samtakanna sem kveður á um rétt þeirra til að vísa félaga úr samtökunum vegna alvarlegra brota gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti.„SAF árétta að innan raða samtakanna starfar fjöldi bílaleiga sem stunda ábyrgan og heiðarlegan atvinnurekstur. Ólíðandi er að brot eins fyrirtækis varpi óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu. Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir fagmennsku og gæði og líða ekki brot sem þessi,“ segir í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.