Varar við „fölskum orðrómum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2019 15:26 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, varar við fölskum orðrómum. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW Air, fullvissar starfsmenn flugfélagsins um það að viðræður við fjárfestingafélagið Indigo Partners gangi vel. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsmanna í dag og segir um leið eðlilegt að viðræðurnar við Indigo taki lengri tíma en búist hafi verið við. Fréttablaðið greinir frá.Greint var frá því á vefsíðunni Túristi.is um helgina að WOW Air hefði óskað eftir fresti fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Skúli Mogensen hefur ekkert tjáð sig um málið við fjölmiðla en í bréfinu til starfsmanna segir hann meðal annars að „áfram verða falskir orðrómar um WOW air“ án þess að tilgreina nákvæmlega til hvers hann sé að vísa.Í tilkynningu frá Isavia í dag kom fram að sætaframboð WOW air á Keflavíkurflugvelli minnki um 44 prósent í sumar miðað við áætlanir flugfélaganna. Framboð á flugi til og frá Bandaríkjanna, þar sem WOW air hefur verið atkvæðamikið, minnkar um 29 prósent. Skúli segir í bréfinu að árið hafi byrjað vel hjá WOW. Innkoma fram úr áætlun og sömuleiðis bókanir inn á fyrstu tvo ársfjórðunga. Valentínusardagsherferð hafi svínvirkað og þá hafi stundvísi flugferða aldrei verið meiri yfir vetrartímann.Uppfært klukkan 16:45Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í svari við fyrirspurn Vísis að flugfélagið skuldi engan af þeim erlendu flugvöllum sem WOW air fljúgi til. „Lokauppgjör til flugvalla sem við erum ekki lengur að fljúga til er í venjulegum uppgjörsfasa en það tekur tíma líkt og eðlilegt er,“ segir Svana. „WOW air hefur farið í umfangsmikla endurskipulagningu í vetur og minnkað framboð töluvert miðað við síðasta ár eins og margoft hefur komið fram. Þessari endurskipulagningu fylgja óhjákvæmilega töluverðar breytingar á starfsmannafjölda, leiðakerfi og flugflota félagsins. WOW air hefur alla tíð verið í mjög góðu sambandi við sína lánadrottna og leyft þeim að fylgjast með gang mála.“ Varðandi Indigo þá gangi viðræður vel. Að svo stöddu tjái flugfélagið sig ekki nánar um þær.Bréf Skúla til starfsmanna WOW air. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW Air, fullvissar starfsmenn flugfélagsins um það að viðræður við fjárfestingafélagið Indigo Partners gangi vel. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsmanna í dag og segir um leið eðlilegt að viðræðurnar við Indigo taki lengri tíma en búist hafi verið við. Fréttablaðið greinir frá.Greint var frá því á vefsíðunni Túristi.is um helgina að WOW Air hefði óskað eftir fresti fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Skúli Mogensen hefur ekkert tjáð sig um málið við fjölmiðla en í bréfinu til starfsmanna segir hann meðal annars að „áfram verða falskir orðrómar um WOW air“ án þess að tilgreina nákvæmlega til hvers hann sé að vísa.Í tilkynningu frá Isavia í dag kom fram að sætaframboð WOW air á Keflavíkurflugvelli minnki um 44 prósent í sumar miðað við áætlanir flugfélaganna. Framboð á flugi til og frá Bandaríkjanna, þar sem WOW air hefur verið atkvæðamikið, minnkar um 29 prósent. Skúli segir í bréfinu að árið hafi byrjað vel hjá WOW. Innkoma fram úr áætlun og sömuleiðis bókanir inn á fyrstu tvo ársfjórðunga. Valentínusardagsherferð hafi svínvirkað og þá hafi stundvísi flugferða aldrei verið meiri yfir vetrartímann.Uppfært klukkan 16:45Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í svari við fyrirspurn Vísis að flugfélagið skuldi engan af þeim erlendu flugvöllum sem WOW air fljúgi til. „Lokauppgjör til flugvalla sem við erum ekki lengur að fljúga til er í venjulegum uppgjörsfasa en það tekur tíma líkt og eðlilegt er,“ segir Svana. „WOW air hefur farið í umfangsmikla endurskipulagningu í vetur og minnkað framboð töluvert miðað við síðasta ár eins og margoft hefur komið fram. Þessari endurskipulagningu fylgja óhjákvæmilega töluverðar breytingar á starfsmannafjölda, leiðakerfi og flugflota félagsins. WOW air hefur alla tíð verið í mjög góðu sambandi við sína lánadrottna og leyft þeim að fylgjast með gang mála.“ Varðandi Indigo þá gangi viðræður vel. Að svo stöddu tjái flugfélagið sig ekki nánar um þær.Bréf Skúla til starfsmanna WOW air.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira