Varar við „fölskum orðrómum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2019 15:26 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, varar við fölskum orðrómum. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW Air, fullvissar starfsmenn flugfélagsins um það að viðræður við fjárfestingafélagið Indigo Partners gangi vel. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsmanna í dag og segir um leið eðlilegt að viðræðurnar við Indigo taki lengri tíma en búist hafi verið við. Fréttablaðið greinir frá.Greint var frá því á vefsíðunni Túristi.is um helgina að WOW Air hefði óskað eftir fresti fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Skúli Mogensen hefur ekkert tjáð sig um málið við fjölmiðla en í bréfinu til starfsmanna segir hann meðal annars að „áfram verða falskir orðrómar um WOW air“ án þess að tilgreina nákvæmlega til hvers hann sé að vísa.Í tilkynningu frá Isavia í dag kom fram að sætaframboð WOW air á Keflavíkurflugvelli minnki um 44 prósent í sumar miðað við áætlanir flugfélaganna. Framboð á flugi til og frá Bandaríkjanna, þar sem WOW air hefur verið atkvæðamikið, minnkar um 29 prósent. Skúli segir í bréfinu að árið hafi byrjað vel hjá WOW. Innkoma fram úr áætlun og sömuleiðis bókanir inn á fyrstu tvo ársfjórðunga. Valentínusardagsherferð hafi svínvirkað og þá hafi stundvísi flugferða aldrei verið meiri yfir vetrartímann.Uppfært klukkan 16:45Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í svari við fyrirspurn Vísis að flugfélagið skuldi engan af þeim erlendu flugvöllum sem WOW air fljúgi til. „Lokauppgjör til flugvalla sem við erum ekki lengur að fljúga til er í venjulegum uppgjörsfasa en það tekur tíma líkt og eðlilegt er,“ segir Svana. „WOW air hefur farið í umfangsmikla endurskipulagningu í vetur og minnkað framboð töluvert miðað við síðasta ár eins og margoft hefur komið fram. Þessari endurskipulagningu fylgja óhjákvæmilega töluverðar breytingar á starfsmannafjölda, leiðakerfi og flugflota félagsins. WOW air hefur alla tíð verið í mjög góðu sambandi við sína lánadrottna og leyft þeim að fylgjast með gang mála.“ Varðandi Indigo þá gangi viðræður vel. Að svo stöddu tjái flugfélagið sig ekki nánar um þær.Bréf Skúla til starfsmanna WOW air. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW Air, fullvissar starfsmenn flugfélagsins um það að viðræður við fjárfestingafélagið Indigo Partners gangi vel. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsmanna í dag og segir um leið eðlilegt að viðræðurnar við Indigo taki lengri tíma en búist hafi verið við. Fréttablaðið greinir frá.Greint var frá því á vefsíðunni Túristi.is um helgina að WOW Air hefði óskað eftir fresti fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Skúli Mogensen hefur ekkert tjáð sig um málið við fjölmiðla en í bréfinu til starfsmanna segir hann meðal annars að „áfram verða falskir orðrómar um WOW air“ án þess að tilgreina nákvæmlega til hvers hann sé að vísa.Í tilkynningu frá Isavia í dag kom fram að sætaframboð WOW air á Keflavíkurflugvelli minnki um 44 prósent í sumar miðað við áætlanir flugfélaganna. Framboð á flugi til og frá Bandaríkjanna, þar sem WOW air hefur verið atkvæðamikið, minnkar um 29 prósent. Skúli segir í bréfinu að árið hafi byrjað vel hjá WOW. Innkoma fram úr áætlun og sömuleiðis bókanir inn á fyrstu tvo ársfjórðunga. Valentínusardagsherferð hafi svínvirkað og þá hafi stundvísi flugferða aldrei verið meiri yfir vetrartímann.Uppfært klukkan 16:45Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í svari við fyrirspurn Vísis að flugfélagið skuldi engan af þeim erlendu flugvöllum sem WOW air fljúgi til. „Lokauppgjör til flugvalla sem við erum ekki lengur að fljúga til er í venjulegum uppgjörsfasa en það tekur tíma líkt og eðlilegt er,“ segir Svana. „WOW air hefur farið í umfangsmikla endurskipulagningu í vetur og minnkað framboð töluvert miðað við síðasta ár eins og margoft hefur komið fram. Þessari endurskipulagningu fylgja óhjákvæmilega töluverðar breytingar á starfsmannafjölda, leiðakerfi og flugflota félagsins. WOW air hefur alla tíð verið í mjög góðu sambandi við sína lánadrottna og leyft þeim að fylgjast með gang mála.“ Varðandi Indigo þá gangi viðræður vel. Að svo stöddu tjái flugfélagið sig ekki nánar um þær.Bréf Skúla til starfsmanna WOW air.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira