Varar við „fölskum orðrómum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2019 15:26 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, varar við fölskum orðrómum. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW Air, fullvissar starfsmenn flugfélagsins um það að viðræður við fjárfestingafélagið Indigo Partners gangi vel. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsmanna í dag og segir um leið eðlilegt að viðræðurnar við Indigo taki lengri tíma en búist hafi verið við. Fréttablaðið greinir frá.Greint var frá því á vefsíðunni Túristi.is um helgina að WOW Air hefði óskað eftir fresti fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Skúli Mogensen hefur ekkert tjáð sig um málið við fjölmiðla en í bréfinu til starfsmanna segir hann meðal annars að „áfram verða falskir orðrómar um WOW air“ án þess að tilgreina nákvæmlega til hvers hann sé að vísa.Í tilkynningu frá Isavia í dag kom fram að sætaframboð WOW air á Keflavíkurflugvelli minnki um 44 prósent í sumar miðað við áætlanir flugfélaganna. Framboð á flugi til og frá Bandaríkjanna, þar sem WOW air hefur verið atkvæðamikið, minnkar um 29 prósent. Skúli segir í bréfinu að árið hafi byrjað vel hjá WOW. Innkoma fram úr áætlun og sömuleiðis bókanir inn á fyrstu tvo ársfjórðunga. Valentínusardagsherferð hafi svínvirkað og þá hafi stundvísi flugferða aldrei verið meiri yfir vetrartímann.Uppfært klukkan 16:45Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í svari við fyrirspurn Vísis að flugfélagið skuldi engan af þeim erlendu flugvöllum sem WOW air fljúgi til. „Lokauppgjör til flugvalla sem við erum ekki lengur að fljúga til er í venjulegum uppgjörsfasa en það tekur tíma líkt og eðlilegt er,“ segir Svana. „WOW air hefur farið í umfangsmikla endurskipulagningu í vetur og minnkað framboð töluvert miðað við síðasta ár eins og margoft hefur komið fram. Þessari endurskipulagningu fylgja óhjákvæmilega töluverðar breytingar á starfsmannafjölda, leiðakerfi og flugflota félagsins. WOW air hefur alla tíð verið í mjög góðu sambandi við sína lánadrottna og leyft þeim að fylgjast með gang mála.“ Varðandi Indigo þá gangi viðræður vel. Að svo stöddu tjái flugfélagið sig ekki nánar um þær.Bréf Skúla til starfsmanna WOW air. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW Air, fullvissar starfsmenn flugfélagsins um það að viðræður við fjárfestingafélagið Indigo Partners gangi vel. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsmanna í dag og segir um leið eðlilegt að viðræðurnar við Indigo taki lengri tíma en búist hafi verið við. Fréttablaðið greinir frá.Greint var frá því á vefsíðunni Túristi.is um helgina að WOW Air hefði óskað eftir fresti fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Skúli Mogensen hefur ekkert tjáð sig um málið við fjölmiðla en í bréfinu til starfsmanna segir hann meðal annars að „áfram verða falskir orðrómar um WOW air“ án þess að tilgreina nákvæmlega til hvers hann sé að vísa.Í tilkynningu frá Isavia í dag kom fram að sætaframboð WOW air á Keflavíkurflugvelli minnki um 44 prósent í sumar miðað við áætlanir flugfélaganna. Framboð á flugi til og frá Bandaríkjanna, þar sem WOW air hefur verið atkvæðamikið, minnkar um 29 prósent. Skúli segir í bréfinu að árið hafi byrjað vel hjá WOW. Innkoma fram úr áætlun og sömuleiðis bókanir inn á fyrstu tvo ársfjórðunga. Valentínusardagsherferð hafi svínvirkað og þá hafi stundvísi flugferða aldrei verið meiri yfir vetrartímann.Uppfært klukkan 16:45Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í svari við fyrirspurn Vísis að flugfélagið skuldi engan af þeim erlendu flugvöllum sem WOW air fljúgi til. „Lokauppgjör til flugvalla sem við erum ekki lengur að fljúga til er í venjulegum uppgjörsfasa en það tekur tíma líkt og eðlilegt er,“ segir Svana. „WOW air hefur farið í umfangsmikla endurskipulagningu í vetur og minnkað framboð töluvert miðað við síðasta ár eins og margoft hefur komið fram. Þessari endurskipulagningu fylgja óhjákvæmilega töluverðar breytingar á starfsmannafjölda, leiðakerfi og flugflota félagsins. WOW air hefur alla tíð verið í mjög góðu sambandi við sína lánadrottna og leyft þeim að fylgjast með gang mála.“ Varðandi Indigo þá gangi viðræður vel. Að svo stöddu tjái flugfélagið sig ekki nánar um þær.Bréf Skúla til starfsmanna WOW air.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira