Viðskipti innlent

Ragnar Jónasson til Arion banka 

Hörður Ægisson skrifar
Ragnar Jónasson.
Ragnar Jónasson. Vísir/Stefán

Ragnar Jónasson, sem hefur starfað sem yfirlögfræðingur GAMMA Capital Management frá árinu 2015, hefur ráðið sig yfir til Arion banka. Þar mun hann taka til starfa á fjárfestingabankasviði bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Ragnar, sem er jafnframt stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík, var forstöðumaður skrifstofu slitastjórnar Kaupþings á árunum 2009 til 2015. Þar áður var hann forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka, þá Nýja Kaupþings, frá 2008 til 2009

Samhliða störfum sínum í fjármálageiranum hefur Ragnar fengist við ritstörf og þýðingar en útgáfuréttur á spennuskáldsögum hans hefur verið seldur til fjölda landa á undanförnum árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
6,84
7
11.046
ICEAIR
3,1
25
830.036
EIM
1,9
9
136.109
SYN
1,85
9
131.289
SIMINN
1,81
7
296.112

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,23
7
347.873
SJOVA
0
8
305.217
MAREL
0
4
10.513
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.