Dallas Mavericks hafði nefnilega samþykkt að skipta Harrison Barnes til Sacramento Kings í miðjum leik og fer hann til Kings fyrir Justin Jackson og reynsluboltann Zach Randolph.
Staðfestingin á skiptunum var reyndar ekki gefin út fyrr en eftir leikinn og fjölmiðlar voru farnir að segja frá þeim snemma í fjórða leikhluta.
Harrison Barnes sat á bekknum út leikinn en hann hafði skorað tíu stig í fyrstu þremur leikhlutunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af honum á bekknum á meðan menn voru að ræða skiptin í sjónvarpsútsendingunni.
Dirk Nowitzki hrósaði Harrison Barnes fyrir hvernig hann tók á þessum erfiðu fréttum. Barnes hélt kyrri fyrir á bekknum og studdu sitt lið.
„Hann er betri maður en ég það er ljóst. Allir aðrir höfðu strunsað í burtu. Hann er mjög góður náungi og hann hefur myndað sambönd við leikmenn okkar liðs sem munu endast alla ævi. Hann er þannig náungi,“ sagði Dirk Nowitzki um Harrison Barnes.
pic.twitter.com/xLRQjjriMN
— Harrison Barnes (@hbarnes) February 7, 2019