Viðskipti innlent

Varað við hættulegu prumpuslími

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sé fingri þrýst í slímið myndast hljóð sem þykir svipa til prumps.
Sé fingri þrýst í slímið myndast hljóð sem þykir svipa til prumps. Getty/Mami Gibbs

Leikfangaslímið Noise Putty, sem fengist hefur í íslenskum verslunum, er talið geta innihaldið of mikið magn bórs. Fyrir vikið getur það verið hættulegt að sögn Neytendastofu og lagt er til að notkun slímsins verði hætt hið snarasta.

Í viðvörun stofnunarinnar segir að umrætt bór geti borist inn í líkamann í gegnum húð þegar það er handfjatlað. Það verði að teljast áhyggjuefni enda sé listinn yfir þekktar eiturverkanir langur.

Umrætt slím. Neytendastofa

Þær eru meðal annars:

Húðerting með útbrotum (jafnvel mikill roði og blöðrur)

Skjálfti

Flog

Höfuðverkur

Meltingartruflanir

Þunglyndi og örlyndi, segir í útlistun Neytendastofu og bætt við að bór eigi jafnframt að geta haft hamlandi áhrif á þroska æxlunarfæra í börnum.

Stofnunin beinir þeim tilmælum til neytenda að þeir hætti strax notkun prumpuslímsins og skili því til seljenda, en leikfangið hefur meðal annars verið til sölu í verslunum Hagkaups og Iceland.

Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir notkun sambærilegs prumpuslíms.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.