Körfubolti

KR áfram á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kiana Johnson.
Kiana Johnson. vísir/daníel

KR heldur toppsætinu í Dominos-deild kvenna eftir að liðið vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrím á heimavelli í dag, 80-64.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en í öðrum leikhlutanum bætti KR aðeins við forystuna og leiddu KR-stúlkur í hálfleik, 43-32.

Í þriðja leikhlutanum herti KR varnarleikinn. Gestirnir úr Borgarnesi skoruðu einungis átta stig í þriðja leikhlutanum og þar lagði KR grunninn að sigrinum.

Það skipti engu þó að Skallagrímur hefði unnið fjórða og síðasta leikhlutann með ellefu stigum. KR stóð að endingu uppi sem sigurvegari með sextán stigum, 80-64.

KR er tveimur stigum á undan Keflavík sem er í öðru sætinu en Keflavík spilar nú við Breiðablik í Fífunni er þetta er skrifað.

Kiana Johnson átti enn einn stórleikinn fyrir KR. Hún skoraði 23 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Orla O'Reilly bætti við við 22 stigum og ellefu fráköstum.

Shequila Joseph var stigahæst í liði Skallagríms með 22 stig og þrettán fráköst en Brianna Banks gerði 21 stig og tók sex fráköst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.