Hafa væntingar um minni verðbólgu Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2019 13:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðustu könnun. VÍSIR/STEFÁN Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið. Seðlabankinn kannaði væntingar markaðsaðila 21.-23. janúar. Leitað var til 28 fyrirtækja á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlara og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svarhlutfall var 75 prósent. Niðurstöður gefa til kynna að verðbólguvæntingar bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá síðustu könnun í október. Miðað við miðgildi svara vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist í 3,7% á öðrum fjórðungi og haldist þar út árið. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3,5% eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur HrafnkellJón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka segir að tengsl væntinga og verðbólgu séu sterk. „Verðbólguvæntingar, bæði þær sem eru sóttar með könnunum og eins þær sem birtast á markaði, eru taldar leika býsna stórt hlutverk í því hvernig verðbólgan þróast í kjölfarið. Samhengið er þannig að þær væntingar sem seljendur vöru og þjónustu hafa og neytendur og almenningur hefur áhrif á annars vegar hvort að seljendur vöru og þjónustu hafi í hyggju að hækka verð sitt og eins hvort að launþegar og þeir sem verðleggja sína þjónustu vilja sækja meira fé til þess að hafa efni á dýrari hlutum í framtíðinni eða ekki. Það er því vissulega fagnaðarefni að væntingarnar séu að lækka,“ segir Jón Bjarki. Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 4,5% á fyrsta ársfjórðungi í ár, en hækki um 0,25 prósentur á öðrum ársfjórðungi í 4,75%. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðusu könnun. Um 57% svarenda töldu taumhaldið hæfilegt samanborið við 48% í síðustu könnun. Hlutfall þeirra sem töldu taumhaldið of þétt eða alltof þétt mælist 19% og hækkaði úr 12% í októberkönnun Seðlabankans. Íslenska krónan Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið. Seðlabankinn kannaði væntingar markaðsaðila 21.-23. janúar. Leitað var til 28 fyrirtækja á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlara og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svarhlutfall var 75 prósent. Niðurstöður gefa til kynna að verðbólguvæntingar bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá síðustu könnun í október. Miðað við miðgildi svara vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist í 3,7% á öðrum fjórðungi og haldist þar út árið. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3,5% eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur HrafnkellJón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka segir að tengsl væntinga og verðbólgu séu sterk. „Verðbólguvæntingar, bæði þær sem eru sóttar með könnunum og eins þær sem birtast á markaði, eru taldar leika býsna stórt hlutverk í því hvernig verðbólgan þróast í kjölfarið. Samhengið er þannig að þær væntingar sem seljendur vöru og þjónustu hafa og neytendur og almenningur hefur áhrif á annars vegar hvort að seljendur vöru og þjónustu hafi í hyggju að hækka verð sitt og eins hvort að launþegar og þeir sem verðleggja sína þjónustu vilja sækja meira fé til þess að hafa efni á dýrari hlutum í framtíðinni eða ekki. Það er því vissulega fagnaðarefni að væntingarnar séu að lækka,“ segir Jón Bjarki. Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 4,5% á fyrsta ársfjórðungi í ár, en hækki um 0,25 prósentur á öðrum ársfjórðungi í 4,75%. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðusu könnun. Um 57% svarenda töldu taumhaldið hæfilegt samanborið við 48% í síðustu könnun. Hlutfall þeirra sem töldu taumhaldið of þétt eða alltof þétt mælist 19% og hækkaði úr 12% í októberkönnun Seðlabankans.
Íslenska krónan Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira