Nemendum vísað úr landi Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Birkisdóttir skrifar 31. janúar 2019 17:16 Þegar nemendur falla á prófi fylgja því ýmsir örðugleikar varðandi endurtökupróf. Þegar skiptinemar falla á prófi er vandamálið heldur erfiðara. Endurtökupróf haustannar eru oft haldin á mismunandi tímum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Sum endurtökupróf eru haldin í lok vorannar á sama skólaári á meðan önnur endurtökupróf eru haldin ári seinna eftir prófið. Þetta er ólíðandi vegna þess að þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á skiptinema eða erlenda nemendur sem eru á Íslandi á sínum eigin vegum. Ef erlendur nemandi fellur á prófi getur hann neyðst til þess að yfirgefa Ísland áður en hann fær tækifæri til þess að taka endurtökuprófið. Þar með fær nemandinn engar einingar fyrir námskeiðið. Erlendir nemendur sem eru hér í námi á sínum eigin vegum þurfa að þola enn verra misrétti ef þeir eru frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nemandi sem kemur frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að ljúka að minnsta kosti 22 einingum á önn til þess að geta endurnýjað dvalarleyfið sitt. Ef nemandinn nær ekki 22 einingar gæti honum verið vísað úr landi. Derek er sjálfur erlendur nemandi og þekkir aðra erlenda nemendur í sínu námi þar sem þetta háir þeim. Þess vegna viljum við endurskoða reglur varðandi endurtökupróf á okkar sviði. Það er ekki hægt að réttlæta það að fólki sé vísað úr landi án þess að fá annað tækifæri til þess að þreyta endurtökupróf. Við þurfum að gefa erlendum nemendum tækifæri til þess að sanna sig og þess vegna er mikilvægt að endurskoða tímasetningu endurtökuprófa. Þegar kemur að endurgjöf einkunna snertir það alla nemendur við Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum háskólans skulu einkunnir vera birtar í allra seinasta lagi tveimur vikum eftir töku prófs eða skil verkefna. Á prófatímabili hefur kennarinn þrjár vikur til þess að birta inn einkunnir. Á sama tíma ber nemendum skylda til þess að skila inn verkefnum á réttum tíma og jafnframt að taka prófin sjálf. Þrátt fyrir þessar reglur er allt of oft brotið á nemendum hvað varðar einkunnaskil kennara. Það er löngu kominn tími til þess að kennarar þurfi að fylgja sínum starfsreglum um skil rétt eins og nemendum ber að gera. Mikilvægt er að auka eftirfylgni með kennurum og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt eftir, Vökuliðar ætla að sjá til þess. Við teljum að öll stefnumál, stór jafnt sem smá eigi að njóta hljómgrunns. Þegar skilafrestur einkunna er ekki virtur getur það skapað óvissu fyrir framtíð nemenda og valdið gríðarlegum óþægindum í námi þeirra. Vaka mun laga þetta, kjóstu raunsæ og framkvæmanleg markmið! Höfundar skipa 1. og 2. sæti á framboðslista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar nemendur falla á prófi fylgja því ýmsir örðugleikar varðandi endurtökupróf. Þegar skiptinemar falla á prófi er vandamálið heldur erfiðara. Endurtökupróf haustannar eru oft haldin á mismunandi tímum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Sum endurtökupróf eru haldin í lok vorannar á sama skólaári á meðan önnur endurtökupróf eru haldin ári seinna eftir prófið. Þetta er ólíðandi vegna þess að þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á skiptinema eða erlenda nemendur sem eru á Íslandi á sínum eigin vegum. Ef erlendur nemandi fellur á prófi getur hann neyðst til þess að yfirgefa Ísland áður en hann fær tækifæri til þess að taka endurtökuprófið. Þar með fær nemandinn engar einingar fyrir námskeiðið. Erlendir nemendur sem eru hér í námi á sínum eigin vegum þurfa að þola enn verra misrétti ef þeir eru frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nemandi sem kemur frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að ljúka að minnsta kosti 22 einingum á önn til þess að geta endurnýjað dvalarleyfið sitt. Ef nemandinn nær ekki 22 einingar gæti honum verið vísað úr landi. Derek er sjálfur erlendur nemandi og þekkir aðra erlenda nemendur í sínu námi þar sem þetta háir þeim. Þess vegna viljum við endurskoða reglur varðandi endurtökupróf á okkar sviði. Það er ekki hægt að réttlæta það að fólki sé vísað úr landi án þess að fá annað tækifæri til þess að þreyta endurtökupróf. Við þurfum að gefa erlendum nemendum tækifæri til þess að sanna sig og þess vegna er mikilvægt að endurskoða tímasetningu endurtökuprófa. Þegar kemur að endurgjöf einkunna snertir það alla nemendur við Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum háskólans skulu einkunnir vera birtar í allra seinasta lagi tveimur vikum eftir töku prófs eða skil verkefna. Á prófatímabili hefur kennarinn þrjár vikur til þess að birta inn einkunnir. Á sama tíma ber nemendum skylda til þess að skila inn verkefnum á réttum tíma og jafnframt að taka prófin sjálf. Þrátt fyrir þessar reglur er allt of oft brotið á nemendum hvað varðar einkunnaskil kennara. Það er löngu kominn tími til þess að kennarar þurfi að fylgja sínum starfsreglum um skil rétt eins og nemendum ber að gera. Mikilvægt er að auka eftirfylgni með kennurum og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt eftir, Vökuliðar ætla að sjá til þess. Við teljum að öll stefnumál, stór jafnt sem smá eigi að njóta hljómgrunns. Þegar skilafrestur einkunna er ekki virtur getur það skapað óvissu fyrir framtíð nemenda og valdið gríðarlegum óþægindum í námi þeirra. Vaka mun laga þetta, kjóstu raunsæ og framkvæmanleg markmið! Höfundar skipa 1. og 2. sæti á framboðslista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar